„Ef að þetta verður þeirra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda á“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. nóvember 2020 18:44 Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfair Erik Hamréns hjá íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm „Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“ Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
„Það er magnað að labba hérna inn. Fullt af fólki utan vallar en fáir í stúkunni. Stórkostlegur leikvangur og upplifun að vera hérna. Stemningin er góð og það er búið að vera mikið um tilfinningar frá því á fimmtudaginn. Þessi er lika tilfinningarmikill og taktísk erum við klárir. Þetta verður orusta í 90 mínútur á fótboltavelli,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Íslands, fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikur Eriks Hamrén og Freys með liðið og þeir enda hann á Wembley. „Það eru blendnar tilfinningar. Ótrúlega ánægður með minn tíma hjá kSÍ. Þetta hefur verið stórkostlegt ferðalag. Forréttindi að vinna með öllu góða fólkinu og leikmönnunum. Ég er ekki byrjaður að horfa í spegilinn en eins og Kári sagði í gær: Ef þetta er síðasti leikurinn þá gæti vettvangurinn varla verið glæsilegri.“ Hann reiknar með því að Englendingarnir verði meira með boltann í kvöld og að lekikurinn verði svipaður og sá á íslandi. „Ég reikna með því að þetta spilist ekkert ólíkt því sem gerðist í Reykjavík. Andstæðingurinn er meira með boltann en á erfitt með að finna glufur á okkur. Við viljum vera hugrakkir og pressa og mér fannst við gera það mjög vel í síðari hálfleik gegn Dönunum. Ég vona að við náum að framkvæma það vel. Síðan snýst þetta um að passa boltann. Þeir eru með það mikil gæði að þeir refsa um hver mistök. Þetta snýst um að hitta á góðan dag og skapa sér sín eigin augnablik.“ Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Freyr segir að það hafi verið ákveðið eftir Danaleikinn. „Kallinn var búinn að ákveða það eftir leikinn á móti Ungverjunum að Alex fengi Danaleikinn og að Ögmundur fengi þennan leik. Hannes kemur inn á í hálfleik, sama hvernig Ögmundur spilar. Erik vildi gefa þeim öllum séns í þessu verkefni.“ Aðspurður frekar út í afhverju Hannes kæmi inn á í hálfleik svaraði Freyr: „Nú ertu að reyna fiska út úr mér að þetta sé kveðjuleikurinn hans,“ sagði Freyr og glotti við tönn. „Nei, þeir eru ekki að gefa neitt út en maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef að þetta verður þeirrra síðasti leikur þá er þetta góður vettvangur til að enda. Svo er annað í því að ef Hannes spilar í dag þá jafnar hann markvarðamet Íslands í lekjafjölda. Hann setti það markmið fyrir nokkru síðan og það er partur af því líka.“ Margir ungir spennandi leikmenn eru á bekknum en þjálfarateymið er ekki búið að ákveða einhverjar fyrirfram ákveðnar skiptingar. „Við erum með unga stráka á bekknum og svo Kolla og Hólmar til að halda í höndina á þeim. Ég vil óska þeim til hamingju með að vera kominn á EM. Fyrirfram ákveðnar skiptingar, nei, það er ekki fyrirfram ákveðið en það fer eftir hvernig leikurinn spilast. Það er enginn vafi á að þeim er treyst fyrir hlutverki í kvöld og svo sjáum við hvað kemur upp.“
Þjóðadeild UEFA KSÍ Tengdar fréttir Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18 Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Síðasta byrjunarlið Hamréns: Fjórar breytingar á milli leikja Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 18. nóvember 2020 18:18
Í beinni: England - Ísland | Kveðjustund á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kveður A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með leik við England á Wembley kl. 19.45. 18. nóvember 2020 16:15