Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 13:28 Frá Egilsstöðum. Vísir/getty Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. Litlar líkur eru taldar á að bílstjórinn hafi smitað börnin. Þrjátíu og sjö eru í sóttkví vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu á vef Egilsstaðaskóla að bílstjórinn hafi síðast ekið með börn í skólanum á föstudag í síðustu viku. Börn sem voru í bílnum á fimmtudag og föstudag, alls um tuttugu börn, eru nú í sóttkví til föstudagsins 20. nóvember. Þá fara þau í skimun og losna úr sóttkvínni ef niðurstöður leyfa. Bent er á í tilkynningu frá skólanum að litlar líkur séu taldar á að bílstjórinn hafi smitað nemendur „þegar horft er til þeirra samskipta sem viðkomandi á við börnin“. Þess hafi verið gætt að fara eftir öllum sóttvarnarreglum. Ekki náðist í stjórnendur Fellaskóla við vinnslu fréttarinnar en fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að átta börn við skólann séu í sóttkví eftir skólaakstur. Þar kemur einnig fram að bílstjórinn hafi keyrt mat út í skóla, sem eldaður er í Egilsstaðaskóla, og sex mötuneytisstarfsmenn hafi verið sendir í sóttkví. Leita enn uppruna smitsins Lögregla á Austurlandi segir í tilkynningu nú á öðrum tímanum að sex einkennalausir hafi farið í sýnatöku í morgun og niðurstöðu úr henni sé að vænta í kvöld. „Það ásamt fleiru er liður í að grafast fyrir um uppruna smitsins og hefta útbreiðslu,“ segir í tilkynningu. Þá meti aðgerðastjórn það svo að líkur á að fleiri hafi smitast séu fremur litlar en það sé þó ekki útilokað. Smitrakning haldi áfram með það að markmiði að leita uppruna smitsins. Gert er ráð fyrir að skólahald í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla verði með eðlilegum hætti frá og með morgundeginum en skólunum var báðum lokað í dag, miðvikudag, vegna smitsins. „Ekki er talin ástæða til að grípa til frekari ráðstafana að sinni. Íbúar engu að síður hvattir til að gæta sérstaklega að persónubundnum sóttvörnum næstu daga,“ segir í tilkynningu. Fram kom í tilkynningu lögreglu í gær að sá smitaði væri í einangrun og með væg einkenni. Þetta er fyrsta virka smitið á Austurlandi síðan 9. nóvember síðastliðinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Múlaþing Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59