„Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 18. nóvember 2020 15:00 Kári Árnason gæti spilað sinn síðasta landsleik í kvöld en vill þó ekki útiloka neitt. Hér setur hann höfuðið í boltann í leiknum gegn Ungverjum síðasta fimmtudag. EPA-EFE/Tibor Illyes Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira
Kári Árnason segir að sú stífa leikjadagskrá sem UEFA skipulagði fyrir evrópsk landslið í haust komi verst niður á fámennum þjóðum á borð við Íslendinga. Kári verður fyrirliði Íslands á Wembley í leiknum við England kl. 19.45 í kvöld, sem er sjötti og síðasti leikur Íslands í Þjóðadeildinni nú í haust. Þetta er jafnframt þriðji leikur Íslands á sex dögum. Í stað þess að spilaðir séu tveir leikir í hverri landsleikjatörn líkt og venja hefur verið ákvað UEFA að koma fyrir þremur leikjum í hverri törn nú í haust, eftir að leikjum var frestað fyrr á árinu vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrstu landsleikir haustsins fóru jafnframt fram þegar leikmenn í flestum deilda Evrópu voru á undirbúningstímabili, sem var auk þess styttra en vanalega vegna faraldursins. „Þetta er búið að vera svolítið mikið og það er alveg hægt að spyrja sig… þetta gengur ekki að vera með menn í svona prógrammi. Svo tekur tímabil með félagsliði við hjá leikmönnum,“ sagði Kári í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í gær. Viðtalið má sjá hér að neðan. Erfitt þegar stjörnur liðsins detta út „Lið eins og Ísland á rosalega erfitt með þetta. Við erum ekkert með hundruð leikmanna sem hægt er að velja úr. Þetta eru örfáir leikmenn í stóra samhenginu. Auðvitað vill maður að þetta sé bara „maður í manns stað“ en það er erfitt þegar stjörnur liðsins droppa út. Þá kemur ekki endilega „maður í manns stað“,“ sagði Kári. Ísland verður einmitt án Arons Einars Gunnarssonar, Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Bergs Guðmundssonar, Alfreðs Finnbogasonar, Harðar Björgvins Magnússonar, Ragnars Sigurðssonar og Viðars Arnar Kjartanssonar í kvöld. Í staðinn eru í hópnum fimm leikmenn úr U21-landsliðinu sem freista þess að nýta tækifærið en ljóst er að álagið í haust hjálpar ekki þeim mönnum sem glímt hafa ítrekað við meiðsli. „Auðvitað hafa menn sem koma inn oft staðið sig mjög vel. Til lengri tíma litið er þetta samt erfitt. Það verður mikið um meiðsli, og sérstaklega þegar liðið er búið að vera að eiga við mikið af meiðslum. Þá er þetta mjög erfitt,“ sagði Kári. Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun hefst klukkan 19.00. Klippa: Kári Árna um álagið á landsliðsmönnum
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01 Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira
Kári: Þetta er búið að vera erfitt Kári Árnason gæti leikið sinn síðasta landsleik í kvöld er Ísland mætir Englandi á Wembley. Hann segir að miklar tilfinningar hafi verið í mögulega hans síðustu landsliðsferð en hann útilokar þó ekkert. 18. nóvember 2020 07:01
Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Kári ánægður með Hamrén og segir gagnrýnina ósanngjarna Kári Árnason hrósaði Erik Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 10:58