Sveinn Aron og Ísak geta komist í þriggja ættliða klúbbinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2020 10:00 Það gæti heldur betur fjölgað í þriggja ættliða klúbbnum í kvöld. Ef þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson koma við sögu í leik Íslands og Englands á Wembley í Þjóðadeildinni í kvöld feta þeir í fótspor feðra og afa sinna með því að leika með íslenska A-landsliðinu. Sveinn Aron (22 ára) og Ísak (17 ára) voru meðal þeirra leikmanna úr U-21 árs landsliðinu sem voru kallaðir inn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi í kvöld. Ef þeir spila á Wembley í kvöld verða þeir fulltrúar þriðja ættliðarins í sínum fjölskyldum í A-landsliðinu í fótbolta. Óhætt er að segja að þeir Sveinn Aron og Ísak séu af miklum fótboltaaðalsættum. Afi Sveins Arons, Arnór Guðjohnsen, lék 73 landsleiki á árunum 1979-97 og skoraði fjórtán mörk. Sonur Arnórs og faðir Sveins Arons, Eiður Smári, lék 88 landsleiki á árunum 1996-2016 og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Kolbeini Sigþórssyni. Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik í 0-3 sigri á Eistlandi í apríl 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn. Þeir feðgar áttu að spila saman gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum um sumarið en ekkert varð af því vegna alvarlegra meiðsla Eiðs Smára. Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir Ísaks, lék 34 landsleiki á árunum 2001-07 og skoraði eitt mark. Faðir hans og afi Ísaks, Guðjón Þórðarson, lék sinn eina landsleik gegn Færeyjum 1985. Guðjón þjálfaði seinna íslenska landsliðið með frábærum árangri á árunum 1997-99. Elsti sonur hans, Þórður, var í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu á þessum tíma og sá næstelsti, Bjarni, lék einnig nokkra landsleiki undir stjórn föður síns. Hálfbróðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls, Björn Bergmann Sigurðarson, hefur leikið sautján landsleiki fyrir Íslands hönd. Það hefur aðeins tvisvar sinnum gerst að þrír eða fleiri ættliðir í sömu fjölskyldunni leika með íslenskum A-landsliðum í fótbolta. Þórhallur Hinriksson fetaði í fótspor afa síns og föðurs og þegar hann lék með A-landsliðinu.getty/Tony Marshall Þórhallur Hinriksson fetaði í fótspor afa síns, Þórhalls Einarssonar, og föðurs, Hinriks Þórhallssonar, þegar hann lék með landsliðinu í kringum aldamótin. Þórhallur Einarsson lék fyrsta landsleik Íslands gegn Danmörku 1946. Sonur hans, Hinrik, lék tvo landsleiki, annan 1976 og hinn 1980. Þórhallur Hinriksson lék svo fimm landsleiki á árunum 2000-01 og skoraði eitt mark. Albert Guðmundsson, sem er í íslenska landsliðinu og gæti leikið gegn Englandi í kvöld, á langafa, afa, móður og föður sem hafa leikið A-landsleiki. Nafni hans, Albert Guðmundsson, var fyrsti atvinnumaður Íslands og lék sex landsleiki og skoraði tvö mörk. Sonur Alberts, Ingi Björn, lék fimmtán landsleiki og skoraði tvö mörk. Dóttir hans og móðir Alberts, Kristbjörg, lék fjóra landsleiki um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Faðir Alberts, Guðmundur Benediktsson, lék svo tíu landsleiki og skoraði tvö mörk. Albert Guðmundsson er af miklum fótboltaættum.vísir/vilhelm Í íslenska hópnum sem mætir Englandi eru alls sjö leikmenn sem eiga foreldra sem hafa leikið A-landsleiki í fótbolta: Rúnar Alex Rúnarson (Rúnar Kristinsson), Hólmar Örn Eyjólfsson (Eyjólfur Sverrirsson), Birkir Bjarnason (Bjarni Sveinbjörnsson), Arnór Sigurðsson (Margrét Ákadóttir), Ísak Bergmann Jóhannesson (Jóhannes Karl Guðjónsson), Albert Guðmundsson (Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir) og Sveinn Aron Guðjohnsen (Eiður Smári Guðjohnsen). Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Real Madrid hefur áhuga á Ísaki Enn fjölgar í hópi þeirra stórliða sem sýna Ísaki Bergmann Jóhannessyni áhuga. 17. nóvember 2020 10:30 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Ef þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson koma við sögu í leik Íslands og Englands á Wembley í Þjóðadeildinni í kvöld feta þeir í fótspor feðra og afa sinna með því að leika með íslenska A-landsliðinu. Sveinn Aron (22 ára) og Ísak (17 ára) voru meðal þeirra leikmanna úr U-21 árs landsliðinu sem voru kallaðir inn í A-landsliðið fyrir leikinn gegn Englandi í kvöld. Ef þeir spila á Wembley í kvöld verða þeir fulltrúar þriðja ættliðarins í sínum fjölskyldum í A-landsliðinu í fótbolta. Óhætt er að segja að þeir Sveinn Aron og Ísak séu af miklum fótboltaaðalsættum. Afi Sveins Arons, Arnór Guðjohnsen, lék 73 landsleiki á árunum 1979-97 og skoraði fjórtán mörk. Sonur Arnórs og faðir Sveins Arons, Eiður Smári, lék 88 landsleiki á árunum 1996-2016 og skoraði 26 mörk. Hann er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins ásamt Kolbeini Sigþórssyni. Eiður Smári lék sinn fyrsta landsleik í 0-3 sigri á Eistlandi í apríl 1996 þegar hann kom inn á fyrir föður sinn. Þeir feðgar áttu að spila saman gegn Makedóníu á Laugardalsvellinum um sumarið en ekkert varð af því vegna alvarlegra meiðsla Eiðs Smára. Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir Ísaks, lék 34 landsleiki á árunum 2001-07 og skoraði eitt mark. Faðir hans og afi Ísaks, Guðjón Þórðarson, lék sinn eina landsleik gegn Færeyjum 1985. Guðjón þjálfaði seinna íslenska landsliðið með frábærum árangri á árunum 1997-99. Elsti sonur hans, Þórður, var í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu á þessum tíma og sá næstelsti, Bjarni, lék einnig nokkra landsleiki undir stjórn föður síns. Hálfbróðir þeirra Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls, Björn Bergmann Sigurðarson, hefur leikið sautján landsleiki fyrir Íslands hönd. Það hefur aðeins tvisvar sinnum gerst að þrír eða fleiri ættliðir í sömu fjölskyldunni leika með íslenskum A-landsliðum í fótbolta. Þórhallur Hinriksson fetaði í fótspor afa síns og föðurs og þegar hann lék með A-landsliðinu.getty/Tony Marshall Þórhallur Hinriksson fetaði í fótspor afa síns, Þórhalls Einarssonar, og föðurs, Hinriks Þórhallssonar, þegar hann lék með landsliðinu í kringum aldamótin. Þórhallur Einarsson lék fyrsta landsleik Íslands gegn Danmörku 1946. Sonur hans, Hinrik, lék tvo landsleiki, annan 1976 og hinn 1980. Þórhallur Hinriksson lék svo fimm landsleiki á árunum 2000-01 og skoraði eitt mark. Albert Guðmundsson, sem er í íslenska landsliðinu og gæti leikið gegn Englandi í kvöld, á langafa, afa, móður og föður sem hafa leikið A-landsleiki. Nafni hans, Albert Guðmundsson, var fyrsti atvinnumaður Íslands og lék sex landsleiki og skoraði tvö mörk. Sonur Alberts, Ingi Björn, lék fimmtán landsleiki og skoraði tvö mörk. Dóttir hans og móðir Alberts, Kristbjörg, lék fjóra landsleiki um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Faðir Alberts, Guðmundur Benediktsson, lék svo tíu landsleiki og skoraði tvö mörk. Albert Guðmundsson er af miklum fótboltaættum.vísir/vilhelm Í íslenska hópnum sem mætir Englandi eru alls sjö leikmenn sem eiga foreldra sem hafa leikið A-landsleiki í fótbolta: Rúnar Alex Rúnarson (Rúnar Kristinsson), Hólmar Örn Eyjólfsson (Eyjólfur Sverrirsson), Birkir Bjarnason (Bjarni Sveinbjörnsson), Arnór Sigurðsson (Margrét Ákadóttir), Ísak Bergmann Jóhannesson (Jóhannes Karl Guðjónsson), Albert Guðmundsson (Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir) og Sveinn Aron Guðjohnsen (Eiður Smári Guðjohnsen). Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 19:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41 Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38 Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30 Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00 Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50 Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40 Real Madrid hefur áhuga á Ísaki Enn fjölgar í hópi þeirra stórliða sem sýna Ísaki Bergmann Jóhannessyni áhuga. 17. nóvember 2020 10:30 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Sjá meira
Áskorun að mæta mikið breyttu íslensku liði Gareth Southgate segir það áskorun fyrir enska landsliðið hve miklar breytingar hafi orðið á íslenska liðinu frá því í 1-0 sigri Englands á Laugardalsvelli í september. 17. nóvember 2020 16:41
Leika með sorgarbönd á morgun til minningar um föður Hamréns Faðir landsliðsþjálfarans Eriks Hamrén lést á sunnudagskvöldið, sama kvöld og Ísland mætti Danmörku á Parken í Þjóðadeildinni. 17. nóvember 2020 15:38
Kári býst við að landsleikurinn gegn Englandi verði hans síðasti Kári Árnason leikur sinn 87. og væntanlega síðasta landsleik gegn Englandi á Wembley annað kvöld. 17. nóvember 2020 13:30
Kári: Þið fréttamenn eigið að grátbiðja þá um að halda áfram Kári Árnason talaði skýrt og skorinort á blaðamannafundi Íslands í dag þegar hann var spurður út í framtíð gullkynslóðarinnar. 17. nóvember 2020 11:00
Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. 17. nóvember 2020 10:50
Allir leikmenn íslenska landsliðsins neikvæðir Erik Hamrén treysir starfsfólki KSÍ til að passa upp á smitvarnir íslenska liðsins. 17. nóvember 2020 10:40
Real Madrid hefur áhuga á Ísaki Enn fjölgar í hópi þeirra stórliða sem sýna Ísaki Bergmann Jóhannessyni áhuga. 17. nóvember 2020 10:30
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén og Kári Árnason ræddu við fjölmiðlamenn fyrir Englandsleikinn sem líklega verður síðasti landsleikur þeirra beggja. 17. nóvember 2020 10:01