Klórar sér í kollinum yfir forgangsröðuninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:10 Nemendur við Réttarholtsskóla dönsuðu við lagið Jerusalema á föstudaginn var. Í atriðinu var varpað ljósi á þau höft sem skólinn býr við. Vísir/Vilhelm Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist telja að margar skólabyggingar í landinu séu líkt og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar og loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða jafnvel engin.Stöð 2 Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, fagnar því að börn fái að stunda sínar íþróttir á ný en telur ósamræmis gæta. Um sé að ræða íþróttir með og án snertingar þar sem börn úr ýmsum hverfum komi saman, en þurfi hins vegar að virða tveggja metra reglu og grímuskyldu í skólanum. „Ég held að þetta grafi hratt undan trúverðugleika aðgerðanna ef krakkar hér í skólanum eru öll hólfuð niður. Samkvæmt almannavörnum var beðið um að þau myndu ekki leika saman eftir skóla en síðan á íþróttaæfingum þá koma allir saman, í glímu, júdó eða karate þar sem menn eru í miklu návígi en það er í lagi að grunnskólastarfið sé allt hólfað niður með loftræstingu og grímum,“ segir Jón Pétur. Útfæra þyrfti þessi atriði betur. Sjö greindust smitaðir hér á landi í gær. Þriðja daginn í röð má telja fjölda smitaða á fingrum beggja handa.vísir/Vilhelm „Það væri mögulega hægt að hólfa þetta eftir hverfum eða skólum en mín skoðun er sú að fullorðnir í skólanum ættu að bera grímu en krakkarnir, á þessum tímapunkti, að það mætti létta af grímuskyldu hjá krökkunum en passa vel upp á loftræstinguna og koma skólastarfinu í eðlilegra horf.“ Hann segir að laga þurfi forgangsröðunina. „Ef íþróttirnar eru komnar í eðlilegt horf þá ættu skólarnir að vera það líka, því mér finnst í raun að það ætti að létta fyrst af skólunum og svo íþróttum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist telja að margar skólabyggingar í landinu séu líkt og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar og loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða jafnvel engin.Stöð 2 Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, fagnar því að börn fái að stunda sínar íþróttir á ný en telur ósamræmis gæta. Um sé að ræða íþróttir með og án snertingar þar sem börn úr ýmsum hverfum komi saman, en þurfi hins vegar að virða tveggja metra reglu og grímuskyldu í skólanum. „Ég held að þetta grafi hratt undan trúverðugleika aðgerðanna ef krakkar hér í skólanum eru öll hólfuð niður. Samkvæmt almannavörnum var beðið um að þau myndu ekki leika saman eftir skóla en síðan á íþróttaæfingum þá koma allir saman, í glímu, júdó eða karate þar sem menn eru í miklu návígi en það er í lagi að grunnskólastarfið sé allt hólfað niður með loftræstingu og grímum,“ segir Jón Pétur. Útfæra þyrfti þessi atriði betur. Sjö greindust smitaðir hér á landi í gær. Þriðja daginn í röð má telja fjölda smitaða á fingrum beggja handa.vísir/Vilhelm „Það væri mögulega hægt að hólfa þetta eftir hverfum eða skólum en mín skoðun er sú að fullorðnir í skólanum ættu að bera grímu en krakkarnir, á þessum tímapunkti, að það mætti létta af grímuskyldu hjá krökkunum en passa vel upp á loftræstinguna og koma skólastarfinu í eðlilegra horf.“ Hann segir að laga þurfi forgangsröðunina. „Ef íþróttirnar eru komnar í eðlilegt horf þá ættu skólarnir að vera það líka, því mér finnst í raun að það ætti að létta fyrst af skólunum og svo íþróttum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira