Greind smit ekki daglegt brauð þegar sund og rækt fengu grænt ljós Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 11:18 Það er tómlegt í sundlaugum landsins þessa dagana, líkt og var í fyrstu bylgju faraldursins. Yfirlögregluþjónn almannavarna telur ólíklegt að sundlaugarnar opni á næstunni. Vísir/Vilhelm Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira