Nú vill Bayern München líka fá Íslandsbanann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 14:30 Dominik Szoboszlai fagnar hér sigurmarki sínu á móti Íslandi. Getty/Laszlo Szirtesi Íslenskir knattspyrnuáhugamenn gleyma örugglega ekki nafni Dominik Szoboszlai í bráð og nú er fjöldinn allur af stórliðum Evrópu á eftir þessum stórefnilega strák. Einn frægasti leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í gegnum tíðina segir að Bayern München sé í hópi þeirra liða sem vilja fá Ungverjann Dominik Szoboszlai í sitt lið í næstu framtíð. Ungverski knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai stóð undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumaður þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið í umspilsleiknum mikilvæga á móti Íslandi í síðustu viku. Bayern Munich have joined Arsenal, Real Madrid and AC Milan in the race to sign Hungarian starlet Dominik Szoboszlai https://t.co/LvxjGoXoji— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Dominik Szoboszlai skoraði markið eftir einstaklingsframtak og með frábæru skoti af löngu færi. Hann hefur farið á kostum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og þessi frammistaða á móti Íslandi var aðeins til að auka áhuga stórliða á honum. Evrópumeistarar Bayern München eru enn eitt stórliðið til að sýna þessum tvítuga strák mikinn áhuga en áður hafði verið fjallað um það að hann væri á óskalista hjá liðum eins og Arsenal, Real Madrid og AC Milan. Lothar Matthäus, sem á sínum tíma spilaði 300 leiki fyrir Bayern München og 150 landsleiki fyrir Þýskaaland, hefur talað vel um strákinn og telur að Bayern vilji fá hann. Matthäus þekkir líka vel til í Ungverjalandi þar sem hann þjálfaði landsliðið meðal annars í tvö ár. Matthäus var spurður hver væri mikilvægasti leikmaður Ungverja sem verða í riðli með Þýskalandi á EM. „Það er Dominik Szoboszlai, sem skoraði úrslitamarkið á móti Íslandi. Hann er demantur og er gæi eins og Kai Havertz. Í Ungverjalandi þá eru menn þegar farnir að líkja honum við Ferenc Puskas,“ sagði Lothar Matthäus við Abendzeitung München. „Hann er virkilega frábær leikmaður sem stundum vill fara í gegnum miðjuna en dregur sig líka stundum út á kant. Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar en ég er viss um að öll toppliðin í Evrópu hafa hann á sínum lista og þar á meðal Bayern,“ sagði Matthäus. EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn gleyma örugglega ekki nafni Dominik Szoboszlai í bráð og nú er fjöldinn allur af stórliðum Evrópu á eftir þessum stórefnilega strák. Einn frægasti leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins í gegnum tíðina segir að Bayern München sé í hópi þeirra liða sem vilja fá Ungverjann Dominik Szoboszlai í sitt lið í næstu framtíð. Ungverski knattspyrnumaðurinn Dominik Szoboszlai stóð undir nafni sem efnilegasti knattspyrnumaður þjóðar sinnar þegar hann skoraði sigurmarkið í umspilsleiknum mikilvæga á móti Íslandi í síðustu viku. Bayern Munich have joined Arsenal, Real Madrid and AC Milan in the race to sign Hungarian starlet Dominik Szoboszlai https://t.co/LvxjGoXoji— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Dominik Szoboszlai skoraði markið eftir einstaklingsframtak og með frábæru skoti af löngu færi. Hann hefur farið á kostum með austurríska liðinu Red Bull Salzburg og þessi frammistaða á móti Íslandi var aðeins til að auka áhuga stórliða á honum. Evrópumeistarar Bayern München eru enn eitt stórliðið til að sýna þessum tvítuga strák mikinn áhuga en áður hafði verið fjallað um það að hann væri á óskalista hjá liðum eins og Arsenal, Real Madrid og AC Milan. Lothar Matthäus, sem á sínum tíma spilaði 300 leiki fyrir Bayern München og 150 landsleiki fyrir Þýskaaland, hefur talað vel um strákinn og telur að Bayern vilji fá hann. Matthäus þekkir líka vel til í Ungverjalandi þar sem hann þjálfaði landsliðið meðal annars í tvö ár. Matthäus var spurður hver væri mikilvægasti leikmaður Ungverja sem verða í riðli með Þýskalandi á EM. „Það er Dominik Szoboszlai, sem skoraði úrslitamarkið á móti Íslandi. Hann er demantur og er gæi eins og Kai Havertz. Í Ungverjalandi þá eru menn þegar farnir að líkja honum við Ferenc Puskas,“ sagði Lothar Matthäus við Abendzeitung München. „Hann er virkilega frábær leikmaður sem stundum vill fara í gegnum miðjuna en dregur sig líka stundum út á kant. Hann gæti farið til RB Leipzig í janúar en ég er viss um að öll toppliðin í Evrópu hafa hann á sínum lista og þar á meðal Bayern,“ sagði Matthäus.
EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira