Sara vill hafa alla litina á disknum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir þarf að huga mikið um það sem hún borðar. Instagram/@sarasigmunds Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sjá meira
Matur og næring skiptir alla afreksíþróttamenn miklu máli. Margir höfðu líka áhuga á því að vita það hvar og hvernig íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir finnur sér bensín fyrir allar æfingarnar sínar. Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir leyfði fylgjendum sínum að skyggnast inn í sinn matarheim þegar hún svaraði fjölda spurninga í nýju myndbandi á Instagram. Sara fór yfir spurningar frá aðdáendum á Instagram og svaraði þeim á persónulegan og hreinskilinn hátt. „Ég elska að skora á sjálfa mig með því að prófa nýja uppskriftir. Reglan mín er að hafa næstum því alla liti á matardisknum mínum. Ég verð að hafa eitthvað rautt, eitthvað grænt og eitthvað gul á disknum. Með því veit maður að maður er að borða fjölbreyttan mat,“ sagði Sara Sigmundsdóttir og bætti við: „Ég myndi ráðleggja ykkur að prófa eitthvað nýtt í hverri viku og reyna líka að hafa alla litina á disknum,“ sagði Sara Sigmundsdóttir meðal annars í einu svari sínu. „Ég tek alltaf mat með mér hvert sem ég fer. Ég skipulegg það fyrir fram sem ég ætla að borða yfir daginn en auðvitað verður að vera jafnvægi. Ef þú veist að þú átt afmæli á laugardegi þá er gott að hafa svindldaginn þinn þá. Þá getur þú tekið þátt í því að borða matinn með fjölskyldu þinni,“ sagði Sara og útskýrði það aðeins betur. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Kannski bjóða foreldrar mínir mér í mat og þau hafa líka eftirrétt. Þá myndi ég alltaf taka með mér eitthvað sem gæti verið eftirréttur fyrir mig svo að ég væri ekki bara að horfa á þau að borða sinn eftirrétt. Kannski tek ég þá vínberin og hnetusmjörið með sem eftirrétt fyrir mig. Það er hollari valkostur. Ég er þá að borða eftirrétt eins og þau en bara hollari útgáfu,“ sagði Sara. Sara var líka spurð frekar út í svindldagana sína. „Svindldagarnir fara svolítið eftir hvenær á árinu þetta er. Dæmi um svindldag á sjálfu tímabilinu þá hef ég kannski eina máltíð, sem er heilsusamleg en þar sem ég er kannski ekki að mæla allt sem ég borða,“ sagði Sara og nefndi sem dæmi heilsupizzu. „Svo er ég líka með náttúrulegan eftirrétt um kvöldið. Ég borða samt ekki eftirrétt í hverri viku og hef oft prótein stykki sem nammi þegar tímabilið er í gangi,“ sagði Sara. „Það er allt annað í gangi þegar tímabilið er búið því þá leyfi ég mér meira. Allir ættu líka að leyfa sér að taka af sér allar hömlur í nokkra daga og lifa lífinu. Þrátt fyrir að ég leyfi mér ýmislegt utan tímabilsins þá reyni ég alltaf að borða hollan mat. Ef ég fæ mér eitthvað óhollara þá reyni ég að borða eitthvað hollt á undan,“ sagði Sara. Það má sjá öll svörin hennar hér fyrir neðan en hún segir meðal annars frá því af hverju hún hætti að taka hnetusmjörið með sér í keppnisferðalögin. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sjá meira