Aðeins toppurinn á ísjakanum sjáanlegur í kjölfar Covid Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 07:01 Sigrún Kjartansdóttir. Vísir/Vilhelm Lucas van Wees, forseti European Accociation for People Managment (EAPM) segir að áhrif Covid-19 á líðan starfsfólks séu meiri en stjórnendur geri sér almennt grein fyrir. Að hans sögn er líklegt að vinnustaðir séu enn sem komið er aðeins að sjá „toppinn á ísjakanum“ og því mikilvægt fyrir stjórnendur að grípa í taumana og það sem fyrst. Að sögn Wees sér enn ekki fyrir endann á því hversu mikil áhrif einangrunin, heimavinnan og samkomubann hefur haft á líðan fólks. Stjórnendur þurfa þannig að huga sérstaklega að lykilfólki sínu, því í samkomubanni gefst fólki mikið rými til að endurmeta stöðu sína, forgangsröðun sína og starfsframa. Þetta og fleira kom fram í erindi Wees sem hann hélt á fundi með Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi. Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs fór yfir helstu niðurstöður fundarins með Atvinnulífinu á Vísi, en Mannauður er aðili að EAPM. „Fyrirlesturinn sem Lucas hélt var undir yfirskriftinni Sjónarhorn EAPM á áhrifum Covid-19 á mannauðsmálin og vinnustaði í Evrópu,“ segir Sigrún. Margt breytist í kjölfar Covid Að sögn Sigrúnar voru helstu atriði í fyrirlestri Wees eftirfarandi: Fjarvinna mun aukast Sveigjanlegri vinnutími Vinnuumhverfið mun breytast Störf munu breytast. Þau munu meira vera brotin upp í verkefni Störf verða lögð niður og ný og breytt koma fram sem krefjast nýrrar færni og hæfni Stjórnendur fyrirtækja og mannauðsdeildir þurfa að vera mjög vel vakandi og setja í gang vinnu hvað líðan starfsmanna varðar í kjölfar COVID. „Þetta er falið vandamál en mun skella á okkur fyrr en síðar,“ segir Wees Starfsmenn munu endurmeta stöðu sína, bæði hvað starfið sitt varðar sem og fjölskyldulífið. Þetta er endurmat í kjölfar einangrunar í Covid sem gaf fólki svigrúm til þess að velta mörgu fyrir sér Stjórnun þarf að breytast og stjórnendur að vinna betur með styrkleikum starfsfólks frekar en hversu marga klukkutíma er unnið En hvað fannst þér vera ofarlega í huga fundargesta miðað við umræðurnar eftir fyrirlesturinn? Fundargestir spurðu mikið um þau atriði sem snúa að andlegri líðan starfsfólks og Lucas talaði sérstaklega um. Því að í hans erindi kom mjög vel fram að enn sem komið er erum við aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Undir niðri marar vanlíðan hjá mörgum,“ segir Sigrún og bætir við: „En í þessum efnum lagði Lucas líka mikla áherslu á að stjórnendur fyrirtækjanna væru meðvitaðir um hættuna og bregðist skjótt við ásamt því að gera starfsfólk sitt einnig meðvitað um að Covid er að hafa áhrif á líðan fólks.“ Í þessu samhengi nefnir Sigrún hvernig samkomubann og einangrun hefur gefið fólki svigrúm til að endurmeta margt í lífi sínu. Það getur verið tengt vinnunni, fjölskyldulífinu eða jafnvel sambandinu við makann. „Þá ræddu fundargestir þá áskorun fyrirtækjanna að ná að halda í besta starfsfólkið sitt á þessum umbreytingatímum samhliða því að ráða inn nýtt starfsfólk með þá hæfni og þekkingu sem framtíðin er að kalla eftir,“ segir Sigrún og bendir á að í því síðarnefnda felist samkeppnishæfni fyrirtækja. Sigrún segir að Wees hafi í erindi sínu komið inn á ráðningamálin. Þar hafi hann sagt ánægjulegt að sjá að þótt mörg fyrirtæki hafi haldið að sér höndum strax í kjölfar Covid, virðist sem svo að ráðningar séu víðast hvar að fara aftur af stað og þar virtust ráðningar í fjölda talið ekkert endilega færri í samanburði við fyrri ár. „Nú eru hins vegar viðtölin víðast hvar oft tekin stafrænt og einnig benti Wees á að fólk byrjaði jafnvel í auknum mæli á nýja vinnustaðnum í fjarvinnu“ segir Sigrún. Sigrún sagði það einnig hafa vakið athygli að Wees hefði kynnt sig sem einn af Baby Boomers kynslóðinni en nú væri hægt að tala um nýja kynslóð: Baby Zoomers! Þar hefði Wees verið að benda á að í kjölfar Covid hefðu hreinlega allir verið tilneyddir til að læra betur á kosti netsins. Sigrún Kjartansdóttir fór yfir helstu atriði úr fyrirlestri Lucas van Wees, forseta EAPM sem hann hélt á fundi með mannauðsfólki fyrir skömmu. Nánar um áhrif Covid En til að útskýra betur þær breytingar sem Wees boðaði eru hér helstu atriði sem hann benti á í erindi sínu: 1. Fjarvinna Fjarvinna hefur haft mikil áhrif þar sem samskipti starfsfólks og samskipti við viðskiptavini hefur að miklu leyti færst yfir á netið. Enn á eftir að koma í ljós með hvaða hætti fyrirtæki munu nýta sér þetta til frambúðar og hvernig breytt fyrirkomulag verður þá háttað í samningum við starfsfólk. Öllum væri þó ljóst að með fjarvinnu gætu fyrirtæki sparað sér heilmikinn rekstrarkostnað í húsnæði og starfsfólk sparað sér tíma í ferðum til og frá vinnu. 2. Breyting á störfum Framleiðni hefur aukist og verklag breyst og fyrirséð er að tæknin mun þróast þannig að fleiri störf verða lögð niður. Hins vegar eru mörg störf að breytast og ný störf að verða til sem þýðir að mikilvægt er að starfsfólk búi sig nú undir að ná sér í nýja hæfni, færni og þekkingu miðað við breyttar þarfir framtíðarinnar. Að sögn Wees er mikilvægt að bæði stjórnendur og starfsfólk geri sér grein fyrir þessu. 3. Breytt stjórnun Að sögn Wees er að verða til ný hugsun í stjórnun en hann segir þó að stjórnun þurfi að breytast meira í þá veru að stjórnendur vinni vel með styrkleikum hvers og eins starfsmanns. Styrkleika sé ekki hægt að meta út frá unnum klukkustundum heldur framlagi fólks og leiðum til árangurs. 4. Ráðningar Að sögn Wees munu ráðningar væntanlega þróast í þá áttina að vinnutími verður meira og meira sveigjanlegur og fjarvinna jafnvel hluti af samningnum. Vinnutíminn mun þannig taka meira mið af eiginleikum, hæfni og færni starfsmannsins í viðkomandi starf óháð menntun og fyrri reynslu. Wees segir að stærstu breytingarnar í kjölfar Covid muni reyndar liggja í stafrænni þróun, umhverfisvænni veröld og mikilli nýsköpun. Kreppa hefur alltaf skilað sér í heilmilkilli nýsköpun og það er engin breyting þar á nú. Eini munurinn er mun meiri hraði og ný og síbreytileg tækni,“ segir Sigrún. Í þessu liggja tækifæri fyrir starfsfólk því með aukinni tæknivæðingu og nýsköpun, eykst þörf fyrirtækja á starfsfólki sem er mjög hæft í mannlegri færni, s.s. samskiptum, umönnun og fræðslu. „Lucas er bjartsýnn og telur okkur komast út úr þessu ástandi eftir sex til átta mánuði. Hann telur Norðurlöndin muni trúlega verða fyrst landa í Evrópu til þess. Hann telur stjórnvöld hafa gripið af ábyrgð og festu inn í vandamáliin og eftir fyrri bylgjuna einnig af þekkingu sem gerir það að verkum að afleiðingar seinni bylgjunnar verða minni en þeirrar fyrri. Hann spáir lægri vöxtum og bættu efnahagsástandi. Fólk eyðir minna og eyðir öðruvísi. Það safnar og leggur fyrir. Það mun skila sér í betra efnahagsástandi. Allir græða á því,“ segir Sigrún meðal annars um önnur atriði sem fram kom í máli Wees. En lokaspurning til þín Sigrún, hvernig metur þú stöðuna hér með tilliti til þess sem Wees ræddi? „Allt sem Wees fór yfir á fundinum á einnig við um okkur hér á Íslandi. Við þurfum að passa vel upp á starfsfólkið okkar, sérstakelga andlegu hliða en hvetja það samhliða til þess að huga vel að símenntun og því að tileinka sér nýjstu tækni og þá færni og þekkingu sem framtíðin kallar á. Við hér á Íslandi þurfum að nýta allan mannauðinn okkar sem best, óháð kyni, uppruna eða aldri. Við sem lítil þjóð höfum ekki efni á öðru. Þótt þú sért orðinn sextugur, þá ertu vel gjaldgengur á vinnumarkaðnum áfram ef þú ert í fararbroddi með að tileinka þér þá nýju hæfni sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir Sigrún og bætir við: „Okkur mun vanta fólk með réttu hæfnina og þekkinguna og einungis með því að hvetja alla til að sinna þessum símenntunarkröfum þá höldum við okkur gjaldgengum á síbreytilegum vinnumarkaði. Þegar svo smátt og smátt hefðbundin eldri störf leggjast niður þá erum við tilbúin að takast á við ný störf og nýja tíma.“ Stjórnun Vinnustaðurinn Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00 Snýst ekki um hlátursköst og „hæfæv“ á göngunum Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða og aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði hefur sýnt sig að gagnist vel til að byggja upp vellíðan og ánægju starfsfólks. 15. október 2020 12:31 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Lucas van Wees, forseti European Accociation for People Managment (EAPM) segir að áhrif Covid-19 á líðan starfsfólks séu meiri en stjórnendur geri sér almennt grein fyrir. Að hans sögn er líklegt að vinnustaðir séu enn sem komið er aðeins að sjá „toppinn á ísjakanum“ og því mikilvægt fyrir stjórnendur að grípa í taumana og það sem fyrst. Að sögn Wees sér enn ekki fyrir endann á því hversu mikil áhrif einangrunin, heimavinnan og samkomubann hefur haft á líðan fólks. Stjórnendur þurfa þannig að huga sérstaklega að lykilfólki sínu, því í samkomubanni gefst fólki mikið rými til að endurmeta stöðu sína, forgangsröðun sína og starfsframa. Þetta og fleira kom fram í erindi Wees sem hann hélt á fundi með Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi. Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs fór yfir helstu niðurstöður fundarins með Atvinnulífinu á Vísi, en Mannauður er aðili að EAPM. „Fyrirlesturinn sem Lucas hélt var undir yfirskriftinni Sjónarhorn EAPM á áhrifum Covid-19 á mannauðsmálin og vinnustaði í Evrópu,“ segir Sigrún. Margt breytist í kjölfar Covid Að sögn Sigrúnar voru helstu atriði í fyrirlestri Wees eftirfarandi: Fjarvinna mun aukast Sveigjanlegri vinnutími Vinnuumhverfið mun breytast Störf munu breytast. Þau munu meira vera brotin upp í verkefni Störf verða lögð niður og ný og breytt koma fram sem krefjast nýrrar færni og hæfni Stjórnendur fyrirtækja og mannauðsdeildir þurfa að vera mjög vel vakandi og setja í gang vinnu hvað líðan starfsmanna varðar í kjölfar COVID. „Þetta er falið vandamál en mun skella á okkur fyrr en síðar,“ segir Wees Starfsmenn munu endurmeta stöðu sína, bæði hvað starfið sitt varðar sem og fjölskyldulífið. Þetta er endurmat í kjölfar einangrunar í Covid sem gaf fólki svigrúm til þess að velta mörgu fyrir sér Stjórnun þarf að breytast og stjórnendur að vinna betur með styrkleikum starfsfólks frekar en hversu marga klukkutíma er unnið En hvað fannst þér vera ofarlega í huga fundargesta miðað við umræðurnar eftir fyrirlesturinn? Fundargestir spurðu mikið um þau atriði sem snúa að andlegri líðan starfsfólks og Lucas talaði sérstaklega um. Því að í hans erindi kom mjög vel fram að enn sem komið er erum við aðeins að sjá toppinn á ísjakanum. Undir niðri marar vanlíðan hjá mörgum,“ segir Sigrún og bætir við: „En í þessum efnum lagði Lucas líka mikla áherslu á að stjórnendur fyrirtækjanna væru meðvitaðir um hættuna og bregðist skjótt við ásamt því að gera starfsfólk sitt einnig meðvitað um að Covid er að hafa áhrif á líðan fólks.“ Í þessu samhengi nefnir Sigrún hvernig samkomubann og einangrun hefur gefið fólki svigrúm til að endurmeta margt í lífi sínu. Það getur verið tengt vinnunni, fjölskyldulífinu eða jafnvel sambandinu við makann. „Þá ræddu fundargestir þá áskorun fyrirtækjanna að ná að halda í besta starfsfólkið sitt á þessum umbreytingatímum samhliða því að ráða inn nýtt starfsfólk með þá hæfni og þekkingu sem framtíðin er að kalla eftir,“ segir Sigrún og bendir á að í því síðarnefnda felist samkeppnishæfni fyrirtækja. Sigrún segir að Wees hafi í erindi sínu komið inn á ráðningamálin. Þar hafi hann sagt ánægjulegt að sjá að þótt mörg fyrirtæki hafi haldið að sér höndum strax í kjölfar Covid, virðist sem svo að ráðningar séu víðast hvar að fara aftur af stað og þar virtust ráðningar í fjölda talið ekkert endilega færri í samanburði við fyrri ár. „Nú eru hins vegar viðtölin víðast hvar oft tekin stafrænt og einnig benti Wees á að fólk byrjaði jafnvel í auknum mæli á nýja vinnustaðnum í fjarvinnu“ segir Sigrún. Sigrún sagði það einnig hafa vakið athygli að Wees hefði kynnt sig sem einn af Baby Boomers kynslóðinni en nú væri hægt að tala um nýja kynslóð: Baby Zoomers! Þar hefði Wees verið að benda á að í kjölfar Covid hefðu hreinlega allir verið tilneyddir til að læra betur á kosti netsins. Sigrún Kjartansdóttir fór yfir helstu atriði úr fyrirlestri Lucas van Wees, forseta EAPM sem hann hélt á fundi með mannauðsfólki fyrir skömmu. Nánar um áhrif Covid En til að útskýra betur þær breytingar sem Wees boðaði eru hér helstu atriði sem hann benti á í erindi sínu: 1. Fjarvinna Fjarvinna hefur haft mikil áhrif þar sem samskipti starfsfólks og samskipti við viðskiptavini hefur að miklu leyti færst yfir á netið. Enn á eftir að koma í ljós með hvaða hætti fyrirtæki munu nýta sér þetta til frambúðar og hvernig breytt fyrirkomulag verður þá háttað í samningum við starfsfólk. Öllum væri þó ljóst að með fjarvinnu gætu fyrirtæki sparað sér heilmikinn rekstrarkostnað í húsnæði og starfsfólk sparað sér tíma í ferðum til og frá vinnu. 2. Breyting á störfum Framleiðni hefur aukist og verklag breyst og fyrirséð er að tæknin mun þróast þannig að fleiri störf verða lögð niður. Hins vegar eru mörg störf að breytast og ný störf að verða til sem þýðir að mikilvægt er að starfsfólk búi sig nú undir að ná sér í nýja hæfni, færni og þekkingu miðað við breyttar þarfir framtíðarinnar. Að sögn Wees er mikilvægt að bæði stjórnendur og starfsfólk geri sér grein fyrir þessu. 3. Breytt stjórnun Að sögn Wees er að verða til ný hugsun í stjórnun en hann segir þó að stjórnun þurfi að breytast meira í þá veru að stjórnendur vinni vel með styrkleikum hvers og eins starfsmanns. Styrkleika sé ekki hægt að meta út frá unnum klukkustundum heldur framlagi fólks og leiðum til árangurs. 4. Ráðningar Að sögn Wees munu ráðningar væntanlega þróast í þá áttina að vinnutími verður meira og meira sveigjanlegur og fjarvinna jafnvel hluti af samningnum. Vinnutíminn mun þannig taka meira mið af eiginleikum, hæfni og færni starfsmannsins í viðkomandi starf óháð menntun og fyrri reynslu. Wees segir að stærstu breytingarnar í kjölfar Covid muni reyndar liggja í stafrænni þróun, umhverfisvænni veröld og mikilli nýsköpun. Kreppa hefur alltaf skilað sér í heilmilkilli nýsköpun og það er engin breyting þar á nú. Eini munurinn er mun meiri hraði og ný og síbreytileg tækni,“ segir Sigrún. Í þessu liggja tækifæri fyrir starfsfólk því með aukinni tæknivæðingu og nýsköpun, eykst þörf fyrirtækja á starfsfólki sem er mjög hæft í mannlegri færni, s.s. samskiptum, umönnun og fræðslu. „Lucas er bjartsýnn og telur okkur komast út úr þessu ástandi eftir sex til átta mánuði. Hann telur Norðurlöndin muni trúlega verða fyrst landa í Evrópu til þess. Hann telur stjórnvöld hafa gripið af ábyrgð og festu inn í vandamáliin og eftir fyrri bylgjuna einnig af þekkingu sem gerir það að verkum að afleiðingar seinni bylgjunnar verða minni en þeirrar fyrri. Hann spáir lægri vöxtum og bættu efnahagsástandi. Fólk eyðir minna og eyðir öðruvísi. Það safnar og leggur fyrir. Það mun skila sér í betra efnahagsástandi. Allir græða á því,“ segir Sigrún meðal annars um önnur atriði sem fram kom í máli Wees. En lokaspurning til þín Sigrún, hvernig metur þú stöðuna hér með tilliti til þess sem Wees ræddi? „Allt sem Wees fór yfir á fundinum á einnig við um okkur hér á Íslandi. Við þurfum að passa vel upp á starfsfólkið okkar, sérstakelga andlegu hliða en hvetja það samhliða til þess að huga vel að símenntun og því að tileinka sér nýjstu tækni og þá færni og þekkingu sem framtíðin kallar á. Við hér á Íslandi þurfum að nýta allan mannauðinn okkar sem best, óháð kyni, uppruna eða aldri. Við sem lítil þjóð höfum ekki efni á öðru. Þótt þú sért orðinn sextugur, þá ertu vel gjaldgengur á vinnumarkaðnum áfram ef þú ert í fararbroddi með að tileinka þér þá nýju hæfni sem framtíðin ber í skauti sér,“ segir Sigrún og bætir við: „Okkur mun vanta fólk með réttu hæfnina og þekkinguna og einungis með því að hvetja alla til að sinna þessum símenntunarkröfum þá höldum við okkur gjaldgengum á síbreytilegum vinnumarkaði. Þegar svo smátt og smátt hefðbundin eldri störf leggjast niður þá erum við tilbúin að takast á við ný störf og nýja tíma.“
Stjórnun Vinnustaðurinn Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00 Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00 Snýst ekki um hlátursköst og „hæfæv“ á göngunum Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða og aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði hefur sýnt sig að gagnist vel til að byggja upp vellíðan og ánægju starfsfólks. 15. október 2020 12:31 Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Ráð fyrir stjórnendur sem vilja vita hvernig starfsfólkinu líður Það getur verið erfið áskorun fyrir stjórnendur að hlusta nægilega vel. Enda eru stjórnendur oft málglaðari einstaklingar en starfsfólk almennt. Að hlusta vel er samt lykilatriði ef stjórnendur vilja fylgjast með líðan og tilfinningum starfsfólks. 13. nóvember 2020 07:00
Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01
Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00
Snýst ekki um hlátursköst og „hæfæv“ á göngunum Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða og aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði hefur sýnt sig að gagnist vel til að byggja upp vellíðan og ánægju starfsfólks. 15. október 2020 12:31
Stjórnun: Virkar jákvæð sálfræði á tímum kórónufaraldurs? Jákvæð sálfræði er eitthvað sem atvinnulífið hefur lært að þekkja og heyra um síðustu árin. En út á hvað gengur hún og er þetta aðferðarfræði sem virkar á tímum eins og þessum? Ingrid Kuhlman segir jákvæða forystu skipta miklu máli. 14. október 2020 07:06