Svíar takmarka samkomur við átta manns Atli Ísleifsson skrifar 16. nóvember 2020 13:48 Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, var með skýr skilaboð til þjóðar sinnar á fréttamannafundi í dag. AP Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greindi frá þessu á blaðamannafundi núna klukkan 13:30. Sagði hann reglurnar myndu gilda í fjórar vikur. „Staðan í landinu okkar er að hluta til flókin en sömuleiðis einföld: Við lifum á tímum prófraunar. Ástandið mun versna. Gerðu þína skyldu og axlaðu ábyrgð til að stöðva megi útbreiðsluna,“ sagði forsætisráðherrann og endurtók svo orðin til að leggja áherslu á mikilvægi þeirra. Löfven sagði að ráðleggingar og tilmæli hafi dugað vel í vor, en að tekið hafi verið eftir því að þeim hafi síður verið fylgt að undanförnu. „Nú er þörf á bönnum til að ná niður kúrfunni yfir fjölda smitaðra,“ sagði Löfven en smittilfellum hefur fjölgað mikið í Svíþjóð síðustu vikurnar. „Þetta eru mjög skýr og skörp skilaboð til sérhverrar manneskju í landi okkar um hvað gildir framvegis. Ekki fara í ræktina, ekki fara á bókasafn, ekki bjóða fólki heim í matarboð. Aflýsið,“ sagði Löfven. Innanríkisráðherrann Mikael Damberg sagði sömuleiðis að allt of margir hafi hagað sér á þann veg að hættan væri liðin hjá. „Næturklúbbarnir opnuðu aftur og partý í heimahúsum voru skipulögð. Það dugir ekki,“ sagði Damberg. Fyrir helgi var greint frá tæplega sex þúsund nýjum innanlandssmitum í Svíþjóð og var um mesta fjöldann á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Alls eru skráð smit í Svíþjóð því 177.355. Þá eru skráð dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 6.164.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent