VAR varla komið í veg fyrir mörk Dana Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2020 14:36 Yussuf Poulsen skallar boltann í hönd Harðar Björgvins Magnússonar. Getty/Lars Ronbog Báðir vítaspyrnudómarnir sem nýttust Christian Eriksen til að skora í 2-1 sigri Danmerkur gegn Íslandi í gær standast skoðun. Þetta segir Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ. Engir myndbandsdómarar, VAR, starfa á leikjum í Þjóðadeildinni nú í haust. Þóroddur segir að sennilega hefði engu breytt að hafa slíkan dómara á leiknum í gær, þó mögulegt sé að þá hefði verið dæmd rangstaða í aðdraganda fyrra marks Dana: „Það er hugsanlegt en mér finnst ekki hægt að segja með óyggjandi hætti að hann [Daniel Wass] sé rangstæður. Eins fúlt og það er þá held ég að þetta standist allt skoðun,“ segir Þóroddur. Það stóð að minnsta kosti mjög tæpt en hugsanlega var Daniel Wass rangstæður þegar hann fékk sendinguna inn í vítateig Íslands, sem hefði þýtt að ekki hefði átt að dæma víti á Ara Frey Skúlason.skjáskot/stöð 2 sport Þóroddur telur þó að hægt hefði verið að sleppa því að dæma fyrra vítið, á Ara Frey Skúlason fyrir brot á Daniel Wass. Vítið má sjá hér að neðan. „Í fyrra vítinu er ekkert hægt að segja að þetta séu mistök. Það er alveg hægt að réttlæta þetta, með því að hann sparki í síðuna á honum. En mín persónulega skoðun er að þetta sé svolítið „soft“, en alls ekki augljós mistök eða eitthvað slíkt. Seinna vítið er bara víti eins og skilgreiningin er í dag.“ Klippa: Danmörk - Ísland 1-0 En hefði myndbandsdómari sagt tyrkneska dómaranum Halil Umut Meler að skoða hið meinta brot Ara í fyrra vítinu, ef Wass var á annað borð réttstæður? „Nei, þetta er einmitt mjög gott dæmi. VAR er hugsað til þess að taka á augljósum mistökum. Ef að hann hefði ekki dæmt víti þá er minn skilningur sá að VAR hefði ekki sagt honum að skoða þetta, rétt eins og að VAR hefði ekkert sagt við því að hann dæmdi víti. Þannig á VAR að virka. Þetta er bara matsatriði dómara og ég myndi sem eftirlitsmaður ekki taka dómarann niður fyrir að hafa dæmt víti.“ Í seinni vítaspyrnudómnum fékk Hörður Björgvin Magnússon boltann í höndina af mjög stuttu færi, þegar hann stökk upp til að reyna að skalla og sneri bakinu í boltann. Hörður fékk gult spjald og verður í leikbanni gegn Englandi á Wembley á miðvikudaginn, en seinna vítið má sjá hér að neðan. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 „Þetta er bara rosaleg óheppni. Höndin er í óeðlilegri stöðu, það er að segja út frá líkamanum, og svo kemur skallinn í höndina. Eins og við vitum þá er ekki hægt að hoppa upp í skallaeinvígi með hendur niðri með síðum, en það er hægt að segja að hann sé „breiðari“ í þessari stellingu og ekkert við þessum dómi að segja miðað við núverandi skilgreiningu,“ segir Þóroddur. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Fyrir mér væri fyrsta, annað og þriðja símtalið til Katar“ Atli Viðar Björnsson telur að KSÍ eigi að leggja allt kapp á að fá Heimi Hallgrímsson til að taka aftur við karlalandsliðinu í fótbolta. 16. nóvember 2020 11:27 Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Þjálfari Dana hrósaði Íslandi að leik loknum Þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu hrósaði íslenska liðinu að loknum 2-1 sigri Dana í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. 15. nóvember 2020 22:30 Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti „Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. 15. nóvember 2020 21:56 Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. 15. nóvember 2020 22:09 Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira
Báðir vítaspyrnudómarnir sem nýttust Christian Eriksen til að skora í 2-1 sigri Danmerkur gegn Íslandi í gær standast skoðun. Þetta segir Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ. Engir myndbandsdómarar, VAR, starfa á leikjum í Þjóðadeildinni nú í haust. Þóroddur segir að sennilega hefði engu breytt að hafa slíkan dómara á leiknum í gær, þó mögulegt sé að þá hefði verið dæmd rangstaða í aðdraganda fyrra marks Dana: „Það er hugsanlegt en mér finnst ekki hægt að segja með óyggjandi hætti að hann [Daniel Wass] sé rangstæður. Eins fúlt og það er þá held ég að þetta standist allt skoðun,“ segir Þóroddur. Það stóð að minnsta kosti mjög tæpt en hugsanlega var Daniel Wass rangstæður þegar hann fékk sendinguna inn í vítateig Íslands, sem hefði þýtt að ekki hefði átt að dæma víti á Ara Frey Skúlason.skjáskot/stöð 2 sport Þóroddur telur þó að hægt hefði verið að sleppa því að dæma fyrra vítið, á Ara Frey Skúlason fyrir brot á Daniel Wass. Vítið má sjá hér að neðan. „Í fyrra vítinu er ekkert hægt að segja að þetta séu mistök. Það er alveg hægt að réttlæta þetta, með því að hann sparki í síðuna á honum. En mín persónulega skoðun er að þetta sé svolítið „soft“, en alls ekki augljós mistök eða eitthvað slíkt. Seinna vítið er bara víti eins og skilgreiningin er í dag.“ Klippa: Danmörk - Ísland 1-0 En hefði myndbandsdómari sagt tyrkneska dómaranum Halil Umut Meler að skoða hið meinta brot Ara í fyrra vítinu, ef Wass var á annað borð réttstæður? „Nei, þetta er einmitt mjög gott dæmi. VAR er hugsað til þess að taka á augljósum mistökum. Ef að hann hefði ekki dæmt víti þá er minn skilningur sá að VAR hefði ekki sagt honum að skoða þetta, rétt eins og að VAR hefði ekkert sagt við því að hann dæmdi víti. Þannig á VAR að virka. Þetta er bara matsatriði dómara og ég myndi sem eftirlitsmaður ekki taka dómarann niður fyrir að hafa dæmt víti.“ Í seinni vítaspyrnudómnum fékk Hörður Björgvin Magnússon boltann í höndina af mjög stuttu færi, þegar hann stökk upp til að reyna að skalla og sneri bakinu í boltann. Hörður fékk gult spjald og verður í leikbanni gegn Englandi á Wembley á miðvikudaginn, en seinna vítið má sjá hér að neðan. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 „Þetta er bara rosaleg óheppni. Höndin er í óeðlilegri stöðu, það er að segja út frá líkamanum, og svo kemur skallinn í höndina. Eins og við vitum þá er ekki hægt að hoppa upp í skallaeinvígi með hendur niðri með síðum, en það er hægt að segja að hann sé „breiðari“ í þessari stellingu og ekkert við þessum dómi að segja miðað við núverandi skilgreiningu,“ segir Þóroddur.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir „Fyrir mér væri fyrsta, annað og þriðja símtalið til Katar“ Atli Viðar Björnsson telur að KSÍ eigi að leggja allt kapp á að fá Heimi Hallgrímsson til að taka aftur við karlalandsliðinu í fótbolta. 16. nóvember 2020 11:27 Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40 Þjálfari Dana hrósaði Íslandi að leik loknum Þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu hrósaði íslenska liðinu að loknum 2-1 sigri Dana í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. 15. nóvember 2020 22:30 Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti „Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. 15. nóvember 2020 21:56 Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. 15. nóvember 2020 22:09 Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51 Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira
„Fyrir mér væri fyrsta, annað og þriðja símtalið til Katar“ Atli Viðar Björnsson telur að KSÍ eigi að leggja allt kapp á að fá Heimi Hallgrímsson til að taka aftur við karlalandsliðinu í fótbolta. 16. nóvember 2020 11:27
Einkunnir Íslands á Parken: Alex, varnar- og varamenn stóðu sig best Ísland var afar nálægt því að ná í sitt fyrsta stig í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld en varð að sætta sig við 2-1 tap gegn Dönum. Hér eru einkunnir leikmanna. 15. nóvember 2020 22:40
Þjálfari Dana hrósaði Íslandi að leik loknum Þjálfari danska landsliðsins í knattspyrnu hrósaði íslenska liðinu að loknum 2-1 sigri Dana í kvöld er liðin mættust í Þjóðadeildinni. 15. nóvember 2020 22:30
Hann hoppar inn í mig og þetta er aldrei víti „Fyrir mér er þetta aldrei víti,“ segir Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, sem fékk dæmt á sig víti í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld. 15. nóvember 2020 21:56
Sverrir Ingi: Held að dómarinn hafi flautað þennan leik frá okkur Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var mjög ósáttur með 2-1 tap Íslands á Parken í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Fannst Sverri Inga halla verulega á Ísland er dómgæslu varðar í leiknum. 15. nóvember 2020 22:09
Hér má sjá vítin tvö sem færðu Dönum sigur á Íslandi í kvöld Tvær vítaspyrnur komu í veg fyrir það að Ísland náði ekki í langþráð stig á móti Dönum á Parken í kvöld. 15. nóvember 2020 21:51
Sjáðu Viðar Örn jafna metin á Parken Viðar Örn Kjartansson þurfti ekki langan tíma til að setja mark sitt á leik Íslands og Danmerkur á Parken. Það dugði þó ekki til að fá stig. 15. nóvember 2020 21:39