Hágrét í viðtali eftir að San Marínó náði aftur í stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 12:31 Dante Carlos Rossi var að spila sinn fimmta landsleik fyrir San Marinó en þeir hafa allir verið á árinu 2020. Getty/Jonathan Moscrop Þjóðadeildin skiptir sumar þjóðir alveg gríðarlega miklu máli og það sást vel á sjónvarpsviðtali við varnarmann San Marínó. Dante Rossi, varnarmaður San Marinó, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali eftir að San Marinó hafði gert markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni. Rossi kom í viðtal eftir að San Marinó hafði þarna náð í stig í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Báðir leikirnir hafa endað með marklausu jafntefli, fyrst á móti Liechtenstein og svo á móti Gíbraltar. Rossi og félagar í vörninni hafa því haldið hreinu í báðum leikjunum. Dante Rossi bursts into tears after helping minnows San Marino to historic back-to-back draws https://t.co/fssZfGtt3K— MailOnline Sport (@MailSport) November 15, 2020 Dante Rossi réð ekki við tilfinningarnar í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði að ég ætlaði ekki að gráta en ég mun gráta. Þetta er gjöf til litlu, stóru, stóru þjóðar minnar,“ sagði Dante Rossi sem er fæddur í Argentínu en spilaði í fyrsta sinn fyrir San Marinó í september síðastliðnum. San Marinó missti fyrirliðann Davide Simoncini af velli með rautt spjald á 49. mínútu en náði að landa stigi tíu á móti ellefu. „Þetta er eins og draumur fyrir mig og ég á ekki mörg orð. Fjölskyldan mín er ánægð og eiginkonan líka. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllu starfsfólkinu. Við höldum vonandi áfram á þessari braut sem lengst,“ sagði Rossi „Ég tileinka þjóðinni þetta jafntefli. Við erum lítil þjóð en erum með stórt hjarta. Ég bið fjölskyldu mína, eiginkonuna og alla vinina samt afsökunar á þessum tárum,“ sagði Dante Rossi. San Marinó hefur aðeins unnið einn leik frá upphafi og það var 1-0 sigur á Liechtenstein í vináttulandsleik árið 2004. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Þjóðadeildin skiptir sumar þjóðir alveg gríðarlega miklu máli og það sást vel á sjónvarpsviðtali við varnarmann San Marínó. Dante Rossi, varnarmaður San Marinó, brotnaði niður í sjónvarpsviðtali eftir að San Marinó hafði gert markalaust jafntefli við Gíbraltar í Þjóðadeildinni. Rossi kom í viðtal eftir að San Marinó hafði þarna náð í stig í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. Báðir leikirnir hafa endað með marklausu jafntefli, fyrst á móti Liechtenstein og svo á móti Gíbraltar. Rossi og félagar í vörninni hafa því haldið hreinu í báðum leikjunum. Dante Rossi bursts into tears after helping minnows San Marino to historic back-to-back draws https://t.co/fssZfGtt3K— MailOnline Sport (@MailSport) November 15, 2020 Dante Rossi réð ekki við tilfinningarnar í viðtali eftir leikinn. „Ég sagði að ég ætlaði ekki að gráta en ég mun gráta. Þetta er gjöf til litlu, stóru, stóru þjóðar minnar,“ sagði Dante Rossi sem er fæddur í Argentínu en spilaði í fyrsta sinn fyrir San Marinó í september síðastliðnum. San Marinó missti fyrirliðann Davide Simoncini af velli með rautt spjald á 49. mínútu en náði að landa stigi tíu á móti ellefu. „Þetta er eins og draumur fyrir mig og ég á ekki mörg orð. Fjölskyldan mín er ánægð og eiginkonan líka. Ég vil þakka liðsfélögum mínum og öllu starfsfólkinu. Við höldum vonandi áfram á þessari braut sem lengst,“ sagði Rossi „Ég tileinka þjóðinni þetta jafntefli. Við erum lítil þjóð en erum með stórt hjarta. Ég bið fjölskyldu mína, eiginkonuna og alla vinina samt afsökunar á þessum tárum,“ sagði Dante Rossi. San Marinó hefur aðeins unnið einn leik frá upphafi og það var 1-0 sigur á Liechtenstein í vináttulandsleik árið 2004.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira