Góðkunningi íslenska landsliðsins frá Eurobasket er á leið til LA Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 16:00 Dennis Schröder í leiknum á móti Íslandi á Eurobasket í Berlín haustið 2015. EPA/LUKAS SCHULZE NBA-meistarar Los Angeles Lakers eru byrjaðir að setja saman lið fyrir titilvörnina sína og þeir hafa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sótt sér þýskan bakvörð. Los Angeles Lakers hefur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum samið um leikmannaskipti við Oklahoma City Thunder en meistararnir fá þá þýska bakvörðinn Dennis Schröder í skiptum fyrir 28. valrétt í nýliðavalinu á miðvikudagskvöldið. Dennis Schröder er 27 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af liðum sem sóttust eftir skiptum við Oklahoma City Thunder. ESPN story on the Lakers acquiring guard Dennis Schroder in a deal with Oklahoma City: https://t.co/VlF4LYi3Mh— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 15, 2020 Lakers mun væntanlega missa bakverðina Rajon Rondo og Avery Bradley sem eru með lausa samninga og Lakers lagði því kapp á það að fá Schröder. Schröder á eitt ár eftir af samningi sínum og lokaárið gefur honum 15,5 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 2,1 milljarð íslenskra króna. Schröder átti mjög gott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu en hann var með 18,9 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lakers and Thunder won't be able to formalize the framework of deal until NBA's transaction moratorium is lifted on Monday. https://t.co/ZdS2WMvCM8— Shams Charania (@ShamsCharania) November 15, 2020 Hann byrjaði NBA feril sinn í litlu hlutverki hjá Atlanta Hawks árið 2013 en hækkaði meðalskor sitt síðan á fjórum tímabilum í röð þar til að hann skoraði 19,4 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik 2017-18 tímabilið. Það muna eflaust margir eftir Dennis Schröder frá Eurobasket árið 2015 þegar hann lék með þýska landsliðinu á móti því íslenska í fyrsta leik Íslands á stórmóti í körfubolta. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska landsliðinu ásamt Dirk Nowitzki með 15 stig í leiknum og það var líka gaman að fylgjast með einvígi hans og Harðar Axels Vilhjálmssonar í leiknum. NBA Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
NBA-meistarar Los Angeles Lakers eru byrjaðir að setja saman lið fyrir titilvörnina sína og þeir hafa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sótt sér þýskan bakvörð. Los Angeles Lakers hefur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum samið um leikmannaskipti við Oklahoma City Thunder en meistararnir fá þá þýska bakvörðinn Dennis Schröder í skiptum fyrir 28. valrétt í nýliðavalinu á miðvikudagskvöldið. Dennis Schröder er 27 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af liðum sem sóttust eftir skiptum við Oklahoma City Thunder. ESPN story on the Lakers acquiring guard Dennis Schroder in a deal with Oklahoma City: https://t.co/VlF4LYi3Mh— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 15, 2020 Lakers mun væntanlega missa bakverðina Rajon Rondo og Avery Bradley sem eru með lausa samninga og Lakers lagði því kapp á það að fá Schröder. Schröder á eitt ár eftir af samningi sínum og lokaárið gefur honum 15,5 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 2,1 milljarð íslenskra króna. Schröder átti mjög gott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu en hann var með 18,9 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lakers and Thunder won't be able to formalize the framework of deal until NBA's transaction moratorium is lifted on Monday. https://t.co/ZdS2WMvCM8— Shams Charania (@ShamsCharania) November 15, 2020 Hann byrjaði NBA feril sinn í litlu hlutverki hjá Atlanta Hawks árið 2013 en hækkaði meðalskor sitt síðan á fjórum tímabilum í röð þar til að hann skoraði 19,4 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik 2017-18 tímabilið. Það muna eflaust margir eftir Dennis Schröder frá Eurobasket árið 2015 þegar hann lék með þýska landsliðinu á móti því íslenska í fyrsta leik Íslands á stórmóti í körfubolta. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska landsliðinu ásamt Dirk Nowitzki með 15 stig í leiknum og það var líka gaman að fylgjast með einvígi hans og Harðar Axels Vilhjálmssonar í leiknum.
NBA Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira