Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir með afa sínum Helga Ágústssyni. Instagram/@katrintanja Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju CrossFit Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju
CrossFit Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Bikarævintýri Fram heldur áfram Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn