Náðu að stela Söru frá Nike Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 08:01 Sara Sigmundsdóttir í auglýsingaherferð WIT Fitnes. @wit.fitness Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness. CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir ákvað að yfirgefa einn þekktasta íþróttavöruframleiðanda heims og semja í staðinn við eitt af nýju fyrirtækjunum á markaðnum. Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir er ekki lengur með samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann Nike eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í síðustu viku við WIT Fitness. Eins við sögðum frá á Vísi fyrir helgi þá tilkynnti Sara í lok síðustu viku að hún hefði skrifað undir nýjan margra ára samning við íþróttavöruframleiðandann WIT Fitness. Mourning Chalk Up fjallaði meðal annars um nýja samninginn og Justin LoFranco vakti þar athygli á því að þessar fréttir þýddu að Sara væri að yfirgefa Nike eftir fimm ár samstarf. Sara var með samning við Nike frá 2015 til 2020. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) WIT Fitness er frekar nýtt á markaðnum og LoFranco er á því að það sé stórsigur fyrir þetta fyrirtæki frá London að ná að stela Söru frá Nike. Hann er líka á því að það sýnir líka hversu miklan sess fyrirtækið er að skapa sér innan CrossFot samfélagsins. WIT Fitness hefur verið margoft í samvinnu við bæði NIKE og Reebok á síðustu árum ekki síst þegar kemur að hlutum tengdum CrossFit samtökunum. Þannig voru örugglega fyrstu kynni Söru af fyrirtækinu. „Eins og það kemur á óvart að sjá Sigmundsdóttir yfirgefa vörumerki eins og NIKE þá hafa frumherjafyrirtæki eins og WIT gert mjög vel í því að bjóða besta CrossFit fólkinu tækifæri á því að fá persónulegri upplifun sem og að hafa meiri möguleika á að kom beint að framleiðslunni eða eignast eigin vörulínu,“ skrifaði Justin LoFranco í frétt sinni á Mourning Chalk Up. „Svipað gerðist bæði hjá þeim Katrínu Davíðsdóttir og Tiu-Clair Toomey sem hættu báðar hjá Reebok og sömdu frekar við NOBULL,“ skrifaði LoFranco en Katrín Tanja fékk sína eigin vörulínu hjá NOBULL alveg eins og þær Tia-Clair Toomey og Brooke Wells. Allar þrjár hjá NOBULL voru síðan meðal þeirra fimm bestu á heimsleikunum í ár þar af voru Toomey og Katrín Tanja í fyrstu tveimur sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Eins og Sara talaði um þá er von á sérhannaði Sigmundsdóttur vörulínu hjá WIT Fitness á nýju ári sem er gott dæmi um hversu stór hún er orðin í CrossFit heiminum þrátt fyrir að heimsleikarnir hafi gengið illa undanfarin þrjú ár. Í fréttinni á Mourning Chalk Up þá kemur líka fram að Söru sé frjálst að nota hvaða skó sem er. Það sést líka í WIT auglýsingunni þar sem hún æfir í NIKE Metcon 6 skóm. Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á CrossFit tímabilinu 2021 og það verður bæði spennandi að fylgjast með henni þar sem og sjá hversu mikinn sess Íslands mun skipa í nýju íþróttavörulínu hennar hjá WIT Fitness.
CrossFit Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira