KR komnir í úrslit Bjarni Bjarnason skrifar 15. nóvember 2020 18:31 Veislan heldur áfram og var fyrstu viðureign dagsins á Stórmeistaramóti Vodafonedeildarinnar í CS:GO að ljúka. Þar mætti stórveldi KR reynsluboltunum í áskorendaliðinu VALLEA. Strax frá fyrsta leik fengu KR-ingar að hafa fyrir lotunum en þeir rétt mörðu sigur í fyrra kortinu. Þeim gekk þó betur í því seinna þó að loturnar hafi verið þungar. Sigraði KR því viðureignina og komnir í undanúrslit sem verða spiluð kl 21 í kvöld. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Nuke, fyrsta kort, val KR KR-ingar byrjuðu í vörn(counter-terrorist) og fengu drauma byrjun þegar 7homsen (Thomas Thomsen) náði fjórum fellum í fyrstu lotunni. Fleytti meðbyrinn þeim áfram næstu lotur þar til efnahagur VALLEA var kominn í jafnvægi. Fullbúnir hófst skipulegur sóknarleikur VALLEA þar sem fljótt kom í ljós hversu hæfileikaríkt liðið er. Sóknarleikurinn í Nuke er almennt talinn þungur en sást það ekki á frammistöðu VALLEA gegn sterku liði KR. Með einföldum fléttum en gífurlegu leiklæsi náðu þeir í fellur sem þeir spiluðu svo í kringum til að þvinga vörnina upp. KR-ingar náðu þó að kroppa í nokkrar lotur eftir upphafssprettinn en stóðu á höltrum fæti í lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálf leik KR 6 – 9 VALLEA. Aftur var það 7homsen (Thomas Thomsen) sem steig upp fyrir sína menn þegar KR-ingar voru komnir í erfiða stöðu í upphafslotunni. En hann leysti vel úr klemmu þar sem hann var einn eftir á móti tveimur VALLEA mönnum og vann lotuna. Var þetta trukkið sem þurfti til að koma mulningsvélinni í gang. Var hraður sóknarleikur KR-inga of mikið fyrir VALLEA sem gekk illa á að standast pressuna. Það var ekki fyrr en KR var kominn með 15 lotur og sigurinn var innan seilingar sem að VALLEA menn stigu upp. Göptu þeir í ginið á mulningsvélinni og gáfu allt sitt í leikinn. Þessi þrautsegja dugði til og tókst þeim með mikilli baráttu að tengja 5 lotur saman. Staðan KR 15 – 15 VALLEA og leikurinn kominn í framlengingu. Við tók þrusu framlenging þar sem HUNDZi (Alexander Egill Guðmundsson) sem hafði farið hamförum í leiknum hingað til hélt áfram að skara fram úr. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í kortinu hingað til voru VALLEA yfirspilaðir af sterku liði KR. Lokastaðan KR 19 – 16 VALLEA. Train, annað kort, val VALLEA Strax frá fyrstu lotu var ljóst að þetta yrði hörku leikur. KR-ingar voru í sterkri stöðu og búnir að virkja sprengjuna. Þá var það deNos (Brynjar Jóhannsson) sem átti frábæran fléttu. Með vel staðsettri reyksprengju náði hann að aftengja sprengjuna fyrir framan KR-ingana sem tókst ekki að stöðva hann. Við tók þéttur varnarleikur hjá VALLEA sem KR-ingum gekk erfiðlega að brjóta á bak. Með tvöfalda wappa (AWP – sniper) vörn var álagið á efnahagi VALLEA mikið og það var ekki fyrr en KR-ingar komu honum úr ójafnvægi sem þeir fór að komast i gegn. En þegar glufan var fundin var erfitt að stoppa KR-inganna sem þó hefðu eflaust viljað fleiri lotur í þessum leikhluta. Staðan í hálfleik KR 7 – 8 VALLEA. Frá upphafslotunni var varnarleikur KR-inga skotheldur. Með vel tímasettri pressu tóku þeir vopnin af sókninni og þvinguðu hendi VALLEA. KR-ingurinn Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) gerði VALLEA lífið leitt en átti hann þrusu leik. Með sannfærandi varnarleik náði KR-ingar sér í fimmtándu lotuna. En aftur sýndu VALLEA menn klærnar þegar þörfin var mest og náðu þeir tveimur lotum áður en að KR-ingar kláruðu leikinn. Lokastaðan KR 16 – 10 VALLEA. Með sigri eru KR-ingar komnir í undanúrslit sem spiluð verða kl 21 í kvöld. Andstæðingar þeirra verða sigurvegar leiks Hafsins og Viðstöðunnar sem nú er í gangi. KR Vodafone-deildin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti
Veislan heldur áfram og var fyrstu viðureign dagsins á Stórmeistaramóti Vodafonedeildarinnar í CS:GO að ljúka. Þar mætti stórveldi KR reynsluboltunum í áskorendaliðinu VALLEA. Strax frá fyrsta leik fengu KR-ingar að hafa fyrir lotunum en þeir rétt mörðu sigur í fyrra kortinu. Þeim gekk þó betur í því seinna þó að loturnar hafi verið þungar. Sigraði KR því viðureignina og komnir í undanúrslit sem verða spiluð kl 21 í kvöld. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Nuke, fyrsta kort, val KR KR-ingar byrjuðu í vörn(counter-terrorist) og fengu drauma byrjun þegar 7homsen (Thomas Thomsen) náði fjórum fellum í fyrstu lotunni. Fleytti meðbyrinn þeim áfram næstu lotur þar til efnahagur VALLEA var kominn í jafnvægi. Fullbúnir hófst skipulegur sóknarleikur VALLEA þar sem fljótt kom í ljós hversu hæfileikaríkt liðið er. Sóknarleikurinn í Nuke er almennt talinn þungur en sást það ekki á frammistöðu VALLEA gegn sterku liði KR. Með einföldum fléttum en gífurlegu leiklæsi náðu þeir í fellur sem þeir spiluðu svo í kringum til að þvinga vörnina upp. KR-ingar náðu þó að kroppa í nokkrar lotur eftir upphafssprettinn en stóðu á höltrum fæti í lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálf leik KR 6 – 9 VALLEA. Aftur var það 7homsen (Thomas Thomsen) sem steig upp fyrir sína menn þegar KR-ingar voru komnir í erfiða stöðu í upphafslotunni. En hann leysti vel úr klemmu þar sem hann var einn eftir á móti tveimur VALLEA mönnum og vann lotuna. Var þetta trukkið sem þurfti til að koma mulningsvélinni í gang. Var hraður sóknarleikur KR-inga of mikið fyrir VALLEA sem gekk illa á að standast pressuna. Það var ekki fyrr en KR var kominn með 15 lotur og sigurinn var innan seilingar sem að VALLEA menn stigu upp. Göptu þeir í ginið á mulningsvélinni og gáfu allt sitt í leikinn. Þessi þrautsegja dugði til og tókst þeim með mikilli baráttu að tengja 5 lotur saman. Staðan KR 15 – 15 VALLEA og leikurinn kominn í framlengingu. Við tók þrusu framlenging þar sem HUNDZi (Alexander Egill Guðmundsson) sem hafði farið hamförum í leiknum hingað til hélt áfram að skara fram úr. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu í kortinu hingað til voru VALLEA yfirspilaðir af sterku liði KR. Lokastaðan KR 19 – 16 VALLEA. Train, annað kort, val VALLEA Strax frá fyrstu lotu var ljóst að þetta yrði hörku leikur. KR-ingar voru í sterkri stöðu og búnir að virkja sprengjuna. Þá var það deNos (Brynjar Jóhannsson) sem átti frábæran fléttu. Með vel staðsettri reyksprengju náði hann að aftengja sprengjuna fyrir framan KR-ingana sem tókst ekki að stöðva hann. Við tók þéttur varnarleikur hjá VALLEA sem KR-ingum gekk erfiðlega að brjóta á bak. Með tvöfalda wappa (AWP – sniper) vörn var álagið á efnahagi VALLEA mikið og það var ekki fyrr en KR-ingar komu honum úr ójafnvægi sem þeir fór að komast i gegn. En þegar glufan var fundin var erfitt að stoppa KR-inganna sem þó hefðu eflaust viljað fleiri lotur í þessum leikhluta. Staðan í hálfleik KR 7 – 8 VALLEA. Frá upphafslotunni var varnarleikur KR-inga skotheldur. Með vel tímasettri pressu tóku þeir vopnin af sókninni og þvinguðu hendi VALLEA. KR-ingurinn Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) gerði VALLEA lífið leitt en átti hann þrusu leik. Með sannfærandi varnarleik náði KR-ingar sér í fimmtándu lotuna. En aftur sýndu VALLEA menn klærnar þegar þörfin var mest og náðu þeir tveimur lotum áður en að KR-ingar kláruðu leikinn. Lokastaðan KR 16 – 10 VALLEA. Með sigri eru KR-ingar komnir í undanúrslit sem spiluð verða kl 21 í kvöld. Andstæðingar þeirra verða sigurvegar leiks Hafsins og Viðstöðunnar sem nú er í gangi.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti