Utís hópurinn hlaut hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 10:23 Frá afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna. Stjórnarráðið Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull, og Utís hópurinn hlutu í gær hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna. Utís hópurinn er lærdómsfélag brautryðjenda í kennsluháttum en hvatningarverðlaunin hljóta Ingvi Hrannar og Utís „fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli,“ líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Þvílík viðurkenning fyrir Utís samfélagið að fá Hvatningarverðlaun Íslensku Menntaverðlaunanna árið 2020 Utís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er heiður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp.#menntaspjall pic.twitter.com/q2iZdkuyYZ— Ingvi Hrannar (@IngviHrannar) November 13, 2020 Ingvi Hrannar fagnar verðlaununum á Twitter í gærkvöldi. „Útís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er hægður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp,“ skrifar Ingvi en Vísir hefur áður sagt fréttir af þessum brautryðjenda í kennslumálum. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlaunanna. Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þá hlaut Birte Harksen kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, verðlaun sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólanum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Loks hlaut þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið hefur það að markmiði að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi. Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari og frumkvöðull, og Utís hópurinn hlutu í gær hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna. Utís hópurinn er lærdómsfélag brautryðjenda í kennsluháttum en hvatningarverðlaunin hljóta Ingvi Hrannar og Utís „fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli,“ líkt og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna í gær en þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Þvílík viðurkenning fyrir Utís samfélagið að fá Hvatningarverðlaun Íslensku Menntaverðlaunanna árið 2020 Utís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er heiður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp.#menntaspjall pic.twitter.com/q2iZdkuyYZ— Ingvi Hrannar (@IngviHrannar) November 13, 2020 Ingvi Hrannar fagnar verðlaununum á Twitter í gærkvöldi. „Útís er og hefur verið magnaðasta verkefni sem ég hef tekið þátt í og er hægður að vera í forsvari fyrir þennan ótrúlega hóp,“ skrifar Ingvi en Vísir hefur áður sagt fréttir af þessum brautryðjenda í kennslumálum. Íslensku menntaverðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum auk hvatningarverðlaunanna. Dalskóli í Úlfarsárdal í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta fyrir þróun þverfaglegra skapandi kennsluhátta, meðal annars í svokölluðum smiðjum og starfsþróunarverkefni þar sem kennarar rannsaka eigið starf. Þá hlaut Birte Harksen kennari við Heilsuleikskólann Urðarhól í Kópavogi, verðlaun sem framúrskarandi kennari. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi kennslu og frumkvæði við að efla skapandi og leikmiðaða starfshætti í leikskólanum með vefsvæðunum Börn og tónlist, Leik að bókum og Stafagaldri. Loks hlaut þróunarverkefnið Smiðjur í Langholtsskóla í Reykjavík verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið hefur það að markmiði að auka veg þverfaglegra viðfangsefna með áherslu á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni í námi.
Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira