Golden State Warriors ætlar prófa alla áhorfendur og fylla 50 prósent sætanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 16:47 Stephen Curry verður vonandi heill á næsta tímabili en hann lék aðeins 5 af 65 leikjum Golden State Warriors á því siðasta. Getty/Jane Tyska Það verða áhorfendur á heimaleikjum Golden State Warriors þegar NBA tímabilið hefst á nýjan leik. Eigandinn er tilbúinn að eyða milljörðum í smitpróf. Sérfræðingar og aðrir eiga eftir að deila um það hvort það sé raunhæft að ná metnarfullum markmiðum eiganda Golden State Warriors á 2020-21 NBA-tímabilinu. Það eru samt margir spenntir fyrir því að sjá Golden State Warriors liðið í NBA-deildinni í körfubolta þegar tímabilið fer aftur af stað rétt fyrir jól. Golden State Warriors átti mjög erfitt síðasta tímabil þar sem liðið lék án stjörnuleikmanna sinna Klay Thompson og Stephen Curry. Klay missti af öllu tímabilinu og Steph lék aðeins fimm leiki. Warriors liðið vann aðeins 15 af 65 leikjum sínum eða 23 prósent og endðai í fimmta og síðasta sæti í Vesturdeildinni. Þetta var fyrsta tímablið hjá liðinu í glænýju Chase Center í miðbæ San Francisco en liðið flutti þangað frá Oakland fyrir síðasta tímabil. For eight months Warriors owner Joe Lacob has worked on a secret project, Operation Dub Nation: safely return fans amidst the pandemic. The team is prepared to spend $30 million to test 10,000 on game days with a rapid test that s 99 percent accurate. https://t.co/pHgZAkxfDn— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) November 13, 2020 Forráðmenn Golden State Warriors hafa nú sett fram metnaðarfull plön um að vera með áhorfendur á heimaleikjum sínum þrátt fyrir kórónuveiruna. Stefnan er að fylla fimmtíu prósent af mögulegum sætum í höllinni. Joe Lacob sagði í viðtali við ESPN að Golden State Warriors ætli að eyða allt að 30 milljónum dollara, meira en fjórum milljörðum íslenskra króna, í að prófa hvern einasta áhorfanda á heimaleikjum liðsins. Eigandinn Joe Lacob trúir því að félagið gæti sýnt öðrum hvernig er hægt að gera hlutina í núverandi ástandi. „Ég vil ekki bara ná að gera þetta heldur vil ég líka sýna heiminum hvernig þetta er hægt. Ég er líka tilbúinn að eyða peningum í það,“ sagði Joe Lacob við ESPN. Joe Lacob ætti að þekkja vel til möguleikanna í boði því hann er með Masterspróf í lýðheilsu. „Það er ekki hægt að viðhalda þessari deild án áhorfenda. Það er hægt í eitt ár en við verðum áfram í þessari stöðu á næsta ári þá erum við að tala um verulegt fjárhagstjón fyrir fullt af fólki,“ sagði Lacob. NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Það verða áhorfendur á heimaleikjum Golden State Warriors þegar NBA tímabilið hefst á nýjan leik. Eigandinn er tilbúinn að eyða milljörðum í smitpróf. Sérfræðingar og aðrir eiga eftir að deila um það hvort það sé raunhæft að ná metnarfullum markmiðum eiganda Golden State Warriors á 2020-21 NBA-tímabilinu. Það eru samt margir spenntir fyrir því að sjá Golden State Warriors liðið í NBA-deildinni í körfubolta þegar tímabilið fer aftur af stað rétt fyrir jól. Golden State Warriors átti mjög erfitt síðasta tímabil þar sem liðið lék án stjörnuleikmanna sinna Klay Thompson og Stephen Curry. Klay missti af öllu tímabilinu og Steph lék aðeins fimm leiki. Warriors liðið vann aðeins 15 af 65 leikjum sínum eða 23 prósent og endðai í fimmta og síðasta sæti í Vesturdeildinni. Þetta var fyrsta tímablið hjá liðinu í glænýju Chase Center í miðbæ San Francisco en liðið flutti þangað frá Oakland fyrir síðasta tímabil. For eight months Warriors owner Joe Lacob has worked on a secret project, Operation Dub Nation: safely return fans amidst the pandemic. The team is prepared to spend $30 million to test 10,000 on game days with a rapid test that s 99 percent accurate. https://t.co/pHgZAkxfDn— Ramona Shelburne (@ramonashelburne) November 13, 2020 Forráðmenn Golden State Warriors hafa nú sett fram metnaðarfull plön um að vera með áhorfendur á heimaleikjum sínum þrátt fyrir kórónuveiruna. Stefnan er að fylla fimmtíu prósent af mögulegum sætum í höllinni. Joe Lacob sagði í viðtali við ESPN að Golden State Warriors ætli að eyða allt að 30 milljónum dollara, meira en fjórum milljörðum íslenskra króna, í að prófa hvern einasta áhorfanda á heimaleikjum liðsins. Eigandinn Joe Lacob trúir því að félagið gæti sýnt öðrum hvernig er hægt að gera hlutina í núverandi ástandi. „Ég vil ekki bara ná að gera þetta heldur vil ég líka sýna heiminum hvernig þetta er hægt. Ég er líka tilbúinn að eyða peningum í það,“ sagði Joe Lacob við ESPN. Joe Lacob ætti að þekkja vel til möguleikanna í boði því hann er með Masterspróf í lýðheilsu. „Það er ekki hægt að viðhalda þessari deild án áhorfenda. Það er hægt í eitt ár en við verðum áfram í þessari stöðu á næsta ári þá erum við að tala um verulegt fjárhagstjón fyrir fullt af fólki,“ sagði Lacob.
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira