Guðbjörg og Guðrún berjast fyrir lífi liðsins síns í deildinni í Íslendingaslag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2020 09:01 Guðbjörg Gunnarsdóttir með börnin sín í fanginu þegar hún snéri aftur inn á völlinn eftir að hafa eignast tvíbura. Instagram/@guggag Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. Djurgården mætir Uppsala í lokaumferðinni. Uppsala er fallið úr deildinni en Djurgården er í keppni við Umeå að fara ekki niður líka. Þetta er Íslendingaslagur. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Arnardóttir spila með Djurgården en Anna Rakel Pétursdóttir er hjá IK Uppsala. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) Umeå er einu stigi á eftir Djurgården fyrir lokaumferðina og Djurgården er líka með sjö marka forskot í markatölu. Djurgården tryggir sér sætið með sigri en má líka tapa leiknum ef Umeå nær ekki að vinna Eskilstuna á útivelli. Piteå er tveimur stigum á undan Umeå og er þvi ekki alveg sloppið heldur taki bæði Djurgården og Umeå upp á því að vinna sína leiki. Guðrún Arnardóttir hefur verið í byrjunarliði Djurgården í 19 af 21 leik liðsins á tímabilinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir er nýbyrjuð að spila eftir að hún kom til baka úr barneignarfríi. Kopparbergs/Göteborg FC hefur tryggt sér sænska meistaratitilinn og Íslendingaliðin FC Rosengård og Kristianstads DFF fara líka í Meistaradeildina. Kristianstad á enn möguleika á því að ná öðru sætinu af Rosengård en Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Rosengård eru með tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðin. Rosengård fær Växjö í heimsókn á sama tíma og Kristianstad tekur á móti Linköping á heimavelli. Leikur Djurgården og Uppsala fer fram á heimavelli Djurgården liðsins, hefst klukkan 14.00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. På söndag avgörs den dramatiska streckstriden i OBOS Damallsvenskan när IK Uppsala gästar Stockholms Stadion. Här hittar du förutsättningarna inför matchen och reflektioner från tränare Pierre Fondin:https://t.co/OvzuoAdURH pic.twitter.com/s2kbrjLvVZ— Djurgården Fotboll (@DIF_Fotboll) November 12, 2020 Sænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og félagar í Djurgården liðinu spila mikilvægan leik í lokaumferð sænsku kvennadeildarinnar í dag. Djurgården mætir Uppsala í lokaumferðinni. Uppsala er fallið úr deildinni en Djurgården er í keppni við Umeå að fara ekki niður líka. Þetta er Íslendingaslagur. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Arnardóttir spila með Djurgården en Anna Rakel Pétursdóttir er hjá IK Uppsala. View this post on Instagram A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) Umeå er einu stigi á eftir Djurgården fyrir lokaumferðina og Djurgården er líka með sjö marka forskot í markatölu. Djurgården tryggir sér sætið með sigri en má líka tapa leiknum ef Umeå nær ekki að vinna Eskilstuna á útivelli. Piteå er tveimur stigum á undan Umeå og er þvi ekki alveg sloppið heldur taki bæði Djurgården og Umeå upp á því að vinna sína leiki. Guðrún Arnardóttir hefur verið í byrjunarliði Djurgården í 19 af 21 leik liðsins á tímabilinu en Guðbjörg Gunnarsdóttir er nýbyrjuð að spila eftir að hún kom til baka úr barneignarfríi. Kopparbergs/Göteborg FC hefur tryggt sér sænska meistaratitilinn og Íslendingaliðin FC Rosengård og Kristianstads DFF fara líka í Meistaradeildina. Kristianstad á enn möguleika á því að ná öðru sætinu af Rosengård en Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Rosengård eru með tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðin. Rosengård fær Växjö í heimsókn á sama tíma og Kristianstad tekur á móti Linköping á heimavelli. Leikur Djurgården og Uppsala fer fram á heimavelli Djurgården liðsins, hefst klukkan 14.00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. På söndag avgörs den dramatiska streckstriden i OBOS Damallsvenskan när IK Uppsala gästar Stockholms Stadion. Här hittar du förutsättningarna inför matchen och reflektioner från tränare Pierre Fondin:https://t.co/OvzuoAdURH pic.twitter.com/s2kbrjLvVZ— Djurgården Fotboll (@DIF_Fotboll) November 12, 2020
Sænski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Fótbolti Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn