Sjáðu þrennuna sem Orri skoraði fyrir unglingalið FCK Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 11:00 Orri Steinn Óskarsson fagnar marki með FCK. Instagram/@FCKobenhavn Orri Steinn Óskarsson hefur verið á skotskónum með unglingaliði FC Kaupmannahafnar að undanförnu og sautján ára lið danska félagsins er í góðum málum á toppi sinnar deildar. Orri Steinn skoraði á dögunum þrennu í 8-1 sigri FCK á FC Midtjylland í U-17 ára deildinni. Orri Steinn Óskarsson er sextán ára gamall síðan í ágúst en í fyrra hjálpaði hann Gróttu að komast upp í Pepsi Max deildina. Orri Steinn spilaði þó ekkert með Gróttu í Pepsi Max því hann samið við FCK síðasta vetur. Orri Steinn var búinn að spila í meistaraflokki síðan hann var fjórtán ára gamall og það er gaman að sjá að hann er að finna sig vel með unglingaliðinu í Kaupmannahöfn. U19 tabte 0-2 til FC Midtjylland, men U17 åd ulveungerne med 8-1 Fire kasser af Roony Bardghji (#10), tre af Orri Oscarsson (#9) og en enkelt af Noah Nartey (#30) #fcklive pic.twitter.com/9JVAhRuqK6— F.C. København (@FCKobenhavn) November 7, 2020 Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon setti inn myndband af þrennu Orra og sagði frá því að strákurinn hafi skorað 10 mörk í 7 leikjum á tímabilinu. Orri Steinn var reyndar ekki markahæstur á vellinum því liðsfélagi hans Roony Bardghji skoraði fernu. Roony Bardghji spilar á miðjunni og í treyju númer tíu. Orri er frammi og í treyju númer níu. Sautján ára lið FCK hefur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar með átta sigra og eitt jafntefli í níu leikjum. Markatalan er 44-16. Það sýnir kannski styrk strákana í sautján ára liðinu að liðið sem þeir unnu 8-1, Midtjylland, situr í öðru til þriðja sæti deildarinnar með sex sigra og tvö jafntefli í níu leikjum en þetta var fyrsta tap liðsins. Hér fyrir neðan má sjá þrennuna hjá Orra Stein. View this post on Instagram A post shared by Magnus Agnar Magnusson (@totalflmagnus) Danski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson hefur verið á skotskónum með unglingaliði FC Kaupmannahafnar að undanförnu og sautján ára lið danska félagsins er í góðum málum á toppi sinnar deildar. Orri Steinn skoraði á dögunum þrennu í 8-1 sigri FCK á FC Midtjylland í U-17 ára deildinni. Orri Steinn Óskarsson er sextán ára gamall síðan í ágúst en í fyrra hjálpaði hann Gróttu að komast upp í Pepsi Max deildina. Orri Steinn spilaði þó ekkert með Gróttu í Pepsi Max því hann samið við FCK síðasta vetur. Orri Steinn var búinn að spila í meistaraflokki síðan hann var fjórtán ára gamall og það er gaman að sjá að hann er að finna sig vel með unglingaliðinu í Kaupmannahöfn. U19 tabte 0-2 til FC Midtjylland, men U17 åd ulveungerne med 8-1 Fire kasser af Roony Bardghji (#10), tre af Orri Oscarsson (#9) og en enkelt af Noah Nartey (#30) #fcklive pic.twitter.com/9JVAhRuqK6— F.C. København (@FCKobenhavn) November 7, 2020 Umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon setti inn myndband af þrennu Orra og sagði frá því að strákurinn hafi skorað 10 mörk í 7 leikjum á tímabilinu. Orri Steinn var reyndar ekki markahæstur á vellinum því liðsfélagi hans Roony Bardghji skoraði fernu. Roony Bardghji spilar á miðjunni og í treyju númer tíu. Orri er frammi og í treyju númer níu. Sautján ára lið FCK hefur fimm stiga forskot á toppi deildarinnar með átta sigra og eitt jafntefli í níu leikjum. Markatalan er 44-16. Það sýnir kannski styrk strákana í sautján ára liðinu að liðið sem þeir unnu 8-1, Midtjylland, situr í öðru til þriðja sæti deildarinnar með sex sigra og tvö jafntefli í níu leikjum en þetta var fyrsta tap liðsins. Hér fyrir neðan má sjá þrennuna hjá Orra Stein. View this post on Instagram A post shared by Magnus Agnar Magnusson (@totalflmagnus)
Danski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Sjá meira