Sara er komin í WIT liðið: Annar stóri samningurinn á COVID ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir hristi af sér kuldann í myndatökunni við Reykjanesvita. WIT Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sjá meira