Casey á toppnum að loknum fyrsta degi | Stór nöfn hófu leik seint vegna veðurs og klára fyrsta hring á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 23:31 Paul Casey trónir á toppnum að loknum fyrsta degi Masters-meistaramótsins í golfi. Rob Carr/Getty Images Töluvert af stórum nöfnum hófu leik seint í dag og munu því ekki ljúka sínum fyrsta hring fyrr en á morgun, föstudag. Þar má til að mynda nefna Dustin Johnson og Rory McIlroy. Þá er Tiger Woods jafn öðrum kylfingum í 5. sæti að svo stöddu. Englendingurinn Paul Casey lék hring dagsins á 58 höggum eða sjö höggum undir pari og byrjar því vægast sagt vel á Masters-risamótinu í golfi. Fer mótið að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. The early leader. #themasters pic.twitter.com/b2mmHF3Hrs— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Hinn 43 ára gamli Casey er þó ekki með yfirburða forystu en Bandaríkjamennirnir Justin Thomas, Webb Simpson og Xander Schauffele eru allir á fimm höggum undir pari. Þar á eftir eru átta leikmenn á fjórum höggum undir pari. Langstærsta nafnið þar er Tiger Woods. Lee Westwood er svo annað sem golfáhugafólk ætti að kannast við. Rory McIlroy ákvað að kalla þetta gott á 9. holu í dag og á fyrir höndum erfitt skot þegar keppni hefst á morgun. Hann og Dustin Johnson voru meðal þeirra sem fóru seint af stað en mótið tafðist aðeins vegna veðurs. McIlroy er sem stendur á pari á meðan Johnson er þremur höggum undir pari. Top-ranked golfer in the world Dustin Johnson makes a smooth eagle on No. 2. #themasters pic.twitter.com/6thQmxQGXl— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Masters heldur áfram á morgun er sýnt beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Golfstöð Stöð 2 Sport. Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Töluvert af stórum nöfnum hófu leik seint í dag og munu því ekki ljúka sínum fyrsta hring fyrr en á morgun, föstudag. Þar má til að mynda nefna Dustin Johnson og Rory McIlroy. Þá er Tiger Woods jafn öðrum kylfingum í 5. sæti að svo stöddu. Englendingurinn Paul Casey lék hring dagsins á 58 höggum eða sjö höggum undir pari og byrjar því vægast sagt vel á Masters-risamótinu í golfi. Fer mótið að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. The early leader. #themasters pic.twitter.com/b2mmHF3Hrs— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Hinn 43 ára gamli Casey er þó ekki með yfirburða forystu en Bandaríkjamennirnir Justin Thomas, Webb Simpson og Xander Schauffele eru allir á fimm höggum undir pari. Þar á eftir eru átta leikmenn á fjórum höggum undir pari. Langstærsta nafnið þar er Tiger Woods. Lee Westwood er svo annað sem golfáhugafólk ætti að kannast við. Rory McIlroy ákvað að kalla þetta gott á 9. holu í dag og á fyrir höndum erfitt skot þegar keppni hefst á morgun. Hann og Dustin Johnson voru meðal þeirra sem fóru seint af stað en mótið tafðist aðeins vegna veðurs. McIlroy er sem stendur á pari á meðan Johnson er þremur höggum undir pari. Top-ranked golfer in the world Dustin Johnson makes a smooth eagle on No. 2. #themasters pic.twitter.com/6thQmxQGXl— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Masters heldur áfram á morgun er sýnt beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Golfstöð Stöð 2 Sport.
Golf Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira