Ísland mætir liði sem missti tvo lykilmenn út í gær vegna smits Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2020 07:41 Þóra Kristín Jónsdóttir er í íslenska hópnum sem er á Krít og þarf að mæta sterku liði Slóvena án þess að hafa getað æft síðustu vikur fyrir ferðina. vísir/bára Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig. Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í dag við Slóveníu á grísku eynni Krít þar sem leikið er í undankeppni EM. Tveir lykilmanna Slóveníu eru með kórónuveiruna. Þrátt fyrir mótmæli körfuknattleikssambands Íslands, vegna útbreiðslu veirunnar og vegna þess að æfingar voru ekki leyfðar á Íslandi, ákvað FIBA að halda því til streitu að leikið yrði í undankeppni EM í þessum mánuði. Nokkrir mótsstaðir voru valdir í stað þess að leikið væri í fleiri löndum, og þar áttu liðin að geta dvalið í svokallaðri „búblu“ þar sem sóttvarna væri gætt og liðin í fjarlægð frá öðru fólki. Það dugði þó ekki betur en svo að smit hafa nú greinst í búblunni. Um er að ræða tvo byrjunarliðsmenn Slóvena, þær Nika Baric og Tina Jakovina. Þær greindust með veiruna í reglubundinni skimun á þriðjudaginn. Körfuknattleikssamband Slóveníu vildi að þær færu í annað próf en samkvæmt ákvörðun grískra heilbrigðisyfirvalda verða þær í einangrun og missa af leikjunum við Ísland og svo Grikkland á laugardaginn. Erum mikið betra lið en Ísland Aðrir leikmenn og starfslið Slóveníu greindust með neikvæð sýni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði við mbl.is í gær að engin smit hefðu komið upp hjá íslenska hópnum. Ísland missti þó út sinn besta leikmann í aðdraganda leikjanna, þar sem Hildur Björg Kjartansdóttir hafði ekki jafnað sig af þumalbroti. Damir Grgic, þjálfari Slóvena, er hvergi banginn þrátt fyrir að missa tvo byrjunarliðsmenn: „Við höfum æft vel síðustu daga og ég er sannfærður um að við erum mikið betra lið en Ísland og að við munum sýna það á vellinum.“ Eftir leikinn við Slóveníu í dag mætir Ísland Búlgaríu á laugardaginn, áður en hópurinn heldur heim. Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni, gegn Búlgaríu á heimavelli og Grikklandi á útivelli, í nóvember í fyrra. Slóvenía hefur unnið báða leiki sína og er á toppi riðilsins, en efsta liðið kemst beint á EM og lið með bestan árangur í 2. sæti, í fimm riðlum af níu, komast þangað einnig.
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30 „Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Þær bestu ekki með landsliðinu til Krítar Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur orðið fyrir þungu höggi í aðdraganda leikjanna í undankeppni EM sem liðið spilar á grísku eyjunni Krít. 3. nóvember 2020 15:30
„Hryllilega slæmt fyrir okkar landsliðsfólk“ Landsliðsfólk Íslands í körfubolta, sem búsett er hér á landi, leikur í undankeppnum stórmóta í nóvember án þess að hafa getað æft íþrótt sína í drjúgan tíma. 30. október 2020 16:00