„Mjög gaman að vera í KR þegar vel gengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. nóvember 2020 14:58 Guðjón Baldvinsson er kominn aftur í svarthvítt. stöð 2 Guðjón Baldvinsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Nafni hans, Guðmundsson, hitti hann í KR-heimilinu eftir undirskriftina. „Eftir að ég átti gott samtal við þjálfarana hér var þetta auðveld ákvörðun. Ég átti mjög góða tíma hér, þekki þá vel og leið vel hér þannig að ég er mjög spenntur fyrir komandi árum,“ sagði Guðjón í samtali við Gaupa. Guðjón lék með KR 2008 og svo aftur 2010 og 2011. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með KR og skoraði 27 mörk í 54 deildarleikjum fyrir félagið. „Við unnum tvennuna síðast þegar ég var hér og það er mjög gaman að vera í KR þegar vel gengur og fagna titlum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Guðjón sem yfirgaf Stjörnuna í síðustu viku. Fastur í fari sem mér líkaði ekki við „Stundum er þetta þannig að manni finnst vera kominn tími til að breyta til, hvort sem það er í vinnu eða fótbolta. Ég var kannski búinn að vera fastur í einhverju fari sem mér líkaði ekki alveg við og náði kannski ekki að sýna mitt rétta andlit. Ég vona að ég nái að gera það hér,“ sagði Guðjón. KR endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili sem er eitthvað sem menn þar á bæ eiga erfitt með að sætta sig við. „Ég held að þetta sé eins og alltaf í KR. Það er krafa um að vinna og það er gott að vera í þannig andrúmslofti. Það var reyndar líka þannig í Stjörnunni. Það togar í mann að vinna aftur með þessum mönnum,“ sagði Guðjón sem leikur nú aftur undir stjórn Rúnars Kristinssonar eins og hann gerði hjá KR 2010 og 2011. Á þeim tíma var aðstoðarþjálfari KR, Bjarni Guðjónsson, fyrirliði liðsins svo þeir þekkjast einnig vel. Í dag gerði Kennie Chopart þriggja ára samning við KR og þá hefur liðið fengið Grétar Snæ Gunnarsson frá Fjölni. Finnur Orri Margeirsson og Pablo Punyed eru hins vegar horfnir á braut. Klippa: Viðtal við Guðjón Baldvinsson Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50 Guðjón aftur í KR eftir níu ára fjarveru Framherjinn öflugi, Guðjón Baldvinsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR. 11. nóvember 2020 12:04 Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Guðjón Baldvinsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Nafni hans, Guðmundsson, hitti hann í KR-heimilinu eftir undirskriftina. „Eftir að ég átti gott samtal við þjálfarana hér var þetta auðveld ákvörðun. Ég átti mjög góða tíma hér, þekki þá vel og leið vel hér þannig að ég er mjög spenntur fyrir komandi árum,“ sagði Guðjón í samtali við Gaupa. Guðjón lék með KR 2008 og svo aftur 2010 og 2011. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með KR og skoraði 27 mörk í 54 deildarleikjum fyrir félagið. „Við unnum tvennuna síðast þegar ég var hér og það er mjög gaman að vera í KR þegar vel gengur og fagna titlum og vonandi heldur það áfram,“ sagði Guðjón sem yfirgaf Stjörnuna í síðustu viku. Fastur í fari sem mér líkaði ekki við „Stundum er þetta þannig að manni finnst vera kominn tími til að breyta til, hvort sem það er í vinnu eða fótbolta. Ég var kannski búinn að vera fastur í einhverju fari sem mér líkaði ekki alveg við og náði kannski ekki að sýna mitt rétta andlit. Ég vona að ég nái að gera það hér,“ sagði Guðjón. KR endaði í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili sem er eitthvað sem menn þar á bæ eiga erfitt með að sætta sig við. „Ég held að þetta sé eins og alltaf í KR. Það er krafa um að vinna og það er gott að vera í þannig andrúmslofti. Það var reyndar líka þannig í Stjörnunni. Það togar í mann að vinna aftur með þessum mönnum,“ sagði Guðjón sem leikur nú aftur undir stjórn Rúnars Kristinssonar eins og hann gerði hjá KR 2010 og 2011. Á þeim tíma var aðstoðarþjálfari KR, Bjarni Guðjónsson, fyrirliði liðsins svo þeir þekkjast einnig vel. Í dag gerði Kennie Chopart þriggja ára samning við KR og þá hefur liðið fengið Grétar Snæ Gunnarsson frá Fjölni. Finnur Orri Margeirsson og Pablo Punyed eru hins vegar horfnir á braut. Klippa: Viðtal við Guðjón Baldvinsson
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50 Guðjón aftur í KR eftir níu ára fjarveru Framherjinn öflugi, Guðjón Baldvinsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR. 11. nóvember 2020 12:04 Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43 „Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30 KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50
Guðjón aftur í KR eftir níu ára fjarveru Framherjinn öflugi, Guðjón Baldvinsson, hefur skrifað undir tveggja ára samning við KR. 11. nóvember 2020 12:04
Finnur Orri aftur í Breiðablik Eftir sex ára fjarveru er Finnur Orri Margeirsson genginn í raðir Breiðabliks á ný. 10. nóvember 2020 13:43
„Stór stjarna fyrir aftan þetta Íslandsmót“ Þjálfari KR gerði upp nýafstaðið tímabil í lokaþætti Pepsi Max stúkunnar á laugardaginn. 9. nóvember 2020 15:30
KR staðfestir komu Grétars Snæs Knattspyrnumaðurinn Grétar Snær Gunnarsson er genginn til liðs við KR en hann lék með Fjölni í Pepsi-Max deildinni á nýafstaðinni leiktíð. 7. nóvember 2020 13:00