Aron Einar: Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 14:30 Aron Einar Gunnarsson býr sig undir það að leiða íslenska landsliðið inn á völlinn. Getty/Oliver Hardt Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira