Aron Einar: Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 14:30 Aron Einar Gunnarsson býr sig undir það að leiða íslenska landsliðið inn á völlinn. Getty/Oliver Hardt Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Sjá meira