Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 10:01 Rory McIlroy með nýja sérhannaða gullúrið á Augusta golfvellinum í aðdraganda Mastersmótsins í golfi. Getty/Jamie Squire Rory McIlroy hefur að miklu að keppa á Mastersmótinu í golfi sem hefst á morgun því með sigri á mótinu kemst Norður-Írinn í úrvalshóp. Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin á ferlinum nema Mastersmótið en aðeins fimm kylfingum hefur tekist að loka hringnum og vinna öll fjögur risamótin á ferlinum. Rory McIlroy mun reyna að sækja sér heppni í nýtt sérhannað og rándýrt gullúr frá Omega. McIlroy mun bera þetta úr aðeins á þessu Mastersmóti en það kostar um 30 þúsund pund eða meira en 5,4 milljónir króna. Rory McIlroy wears one-off gold Omega watch valued at almost £30,000 https://t.co/y2HqbCD7nc— MailOnline Sport (@MailSport) November 11, 2020 Úrið er sérhannað fyrir Rory McIlroy og er í raun virðingarvottur um hans feril. Þar má meðal annars sjá vallarmetið hans frá því að hann spilaði Royal Portrush völlinn á aðeins 61 höggi þegar hann var bara sextán ára gamall. Það hefur verið þessi pressa á Rory McIlroy á undanförnum fimm Mastersmótum en hann hefur ekki unnið risamót síðan á PGA meistaramótinu árið 2014. Rory McIlroy er 31 árs gamall en sigrar hans á risamótum voru 2012 og 2014 á PGA-meistaramótinu, 2011 á opna bandaríska meistaramótinu og 2014 á opna breska meistaramótinu. Þetta verður því sjötta Mastersmótið þar sem hann hefur möguleika á því að klára risamóta alslemmuna. Bestum árangri náði Rory árið 2015 þegar hann endaði fjórði en annars hefur hann verið inn á topp tíu fyrir utan í fyrra þegar McIlroy náði aðeins 21. sæti. Það fylgir reyndar sögunni að spilamennska Rory McIlroy að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann hefur ekki náð að enda meðal fimm efstu á PGA-móti síðan í mars. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þetta glæsilega gullúr færi honum einhverja heppni þegar Mastersmótið byrjar á morgun. Traditionally a harbinger of spring, this year, the Masters ushers autumn. #themasters pic.twitter.com/riV1IO23k8— The Masters (@TheMasters) November 9, 2020 Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy hefur að miklu að keppa á Mastersmótinu í golfi sem hefst á morgun því með sigri á mótinu kemst Norður-Írinn í úrvalshóp. Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin á ferlinum nema Mastersmótið en aðeins fimm kylfingum hefur tekist að loka hringnum og vinna öll fjögur risamótin á ferlinum. Rory McIlroy mun reyna að sækja sér heppni í nýtt sérhannað og rándýrt gullúr frá Omega. McIlroy mun bera þetta úr aðeins á þessu Mastersmóti en það kostar um 30 þúsund pund eða meira en 5,4 milljónir króna. Rory McIlroy wears one-off gold Omega watch valued at almost £30,000 https://t.co/y2HqbCD7nc— MailOnline Sport (@MailSport) November 11, 2020 Úrið er sérhannað fyrir Rory McIlroy og er í raun virðingarvottur um hans feril. Þar má meðal annars sjá vallarmetið hans frá því að hann spilaði Royal Portrush völlinn á aðeins 61 höggi þegar hann var bara sextán ára gamall. Það hefur verið þessi pressa á Rory McIlroy á undanförnum fimm Mastersmótum en hann hefur ekki unnið risamót síðan á PGA meistaramótinu árið 2014. Rory McIlroy er 31 árs gamall en sigrar hans á risamótum voru 2012 og 2014 á PGA-meistaramótinu, 2011 á opna bandaríska meistaramótinu og 2014 á opna breska meistaramótinu. Þetta verður því sjötta Mastersmótið þar sem hann hefur möguleika á því að klára risamóta alslemmuna. Bestum árangri náði Rory árið 2015 þegar hann endaði fjórði en annars hefur hann verið inn á topp tíu fyrir utan í fyrra þegar McIlroy náði aðeins 21. sæti. Það fylgir reyndar sögunni að spilamennska Rory McIlroy að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann hefur ekki náð að enda meðal fimm efstu á PGA-móti síðan í mars. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þetta glæsilega gullúr færi honum einhverja heppni þegar Mastersmótið byrjar á morgun. Traditionally a harbinger of spring, this year, the Masters ushers autumn. #themasters pic.twitter.com/riV1IO23k8— The Masters (@TheMasters) November 9, 2020
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira