Hólmfríður Magnúsdóttir og stöllur hennar í norska liðinu Avaldsnes eru komnar í undanúrslit norska bikarsins eftir 1-0 sigur á Arna-Bjørnar í kvöld.
Hólmfríður hóf leikinn á bekknum og var því utan vallar er Elise Thorsnes kom heimaliðinu yfir strax á 13. mínútu. Staðan orðin 1-0 og þangað var hún raunar allt til leiksloka. Hólmfríður kom þó inn á 55. mínútu og lék því 35 mínútur í kvöld.
Lokatölur 1-0 og Avaldsnes komið í undanúrslit bikarsins.
Ljóst er að sigurinn þýðir að Hólmfríður verður aðeins lengur í Noregi en hún ætlaði sér og ekki eru allir fjölskyldumeðlimir ánægðir með það.
Þegar ég sagði við son minn að mamma er komin í undanúrslit í bikar, og við þurfum að vera aðeins lengur í Noregi pic.twitter.com/p63LInKC2D
— Frida Magnusdottir (@Holmfridur26) November 10, 2020
Í hinum undanúrslitaleik kvöldsins vann Lilleström 1-0 sigur á Rosenborg. Síðari tveir leikirnir fara svo fram á morgun. Sandviken fær Røa í heimsókn og Ingibjörg Sigurðardóttir og stöllur hennar í Vålerenga heimsækja Stabæk.