Páfar vissu af ásökunum á hendur kardinála í áratugi Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 18:25 McCarrick kardináli tekur í hönd Jóhannesar Páls páfa annars árið 2001. Páfi gerði McCarrick að kardinála þrátt fyrir að hann hefði vitneskju um ásakanir á hendur honum. AP/Massimo Sambucetti Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum. Jóhannes Páll annar er sagður hafa vitað af ásökunum heilum tveimur áratugum áður en kardinálinn hrökklaðist loks úr embætti. Áfellisdómur er felldur yfir æðstu stjórnendum kaþólsku kirkjunnar í skýrslu um viðbrögð hennar við kynferðisbrotum Theodore E. McCarrick, bandarískum fyrrverandi kardinála. Þeir eru sagðir hafa kosið að trúa McCarrick og misvísandi fullyrðingum biskupa þegar þeir hækkuðu hann í æðstu tign innan kirkjunnar. McCarrick var einn áhrifamesti kardinálinn innan kaþólsku kirkjunnar áður en ásakanirnar á hendur honum komust í hámæli árið 2017. Hann var erkibiskup í Washington-borg frá 2001 til 2006. McCarrick sagði af sér árið 2018 en Frans páfi svipti hann hempunni í fyrra. Rannsókn Páfagarðs leiddi í ljós að McCarrick hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn börnum og fullorðnum og misnotað vald sitt þegar hann var prestur í New York á áttunda áratug síðustu aldar. Svo langt er liðið frá brotunum að talið er að þau séu fyrnd og McCarrick verði því ekki ákærður í Bandaríkjunum. Falskar og misvísandi upplýsingar bandarískar biskupa Í skýrslunni um brot McCarrick, sem Frans páfi óskaði eftir árið 2018, kemur fram að „trúverðugar vísbendingar“ um að McCarrick hefði misnotað börn hefðu ekki komið fram fyrr en árið 2017. Engu að síður hefðu æðstu stjórnendum kirkjunnar verið kunnugt um þráláta orðróma þess efnis að McCarrick hefði misnotað fullorðna karlkyns guðfræðinema eftir að hann varð biskup snemma á níunda áratugnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skýrsluhöfundar hlífa Frans páfa að mestu en skella skuldinni á forvera hans, þá Benedikt sextánda og sérstaklega Jóhannes Pál annan. Pólski páfinn, sem var síðar tekinn í dýrlingatölu, trúði neitunum McCarrick og veitti honum stöðuhækkanir. „Jóhannes Páll páfi annar tók persónulega ákvörðun um að skipa McCarrick,“ segir í skýrslunni. Það hafi hann gert þrátt fyrir að hafa fengið bréf frá John O‘Connor kardinála og þáverandi erkibiskup í New York um ásakanir á hendur McCarrick. Á meðal ásakananna var að McCarrick væri barnaníðingur. Páfinn er sagður hafa látið rannsaka ásakanirnar. Biskuparnir sem rannsökuðu málið sögðu McCarrick hafa deilt rúmi með ungum karlmönnum en að þeir vissu ekki hvort að misnotkun hefði átt sér stað. Skýrsluhöfundar telja að þær upplýsingar biskupanna til páfa hafi verið misvísandi. Þrír af fjórum bandarískum biskupum sem var falið að rannsaka ásakanirnar hafi látið páfa fá rangar eða ófullnægjandi upplýsingar, að því er kemur fram í frétt New York Times um skýrsluna. Benedikt páfi, sem sagði af sér árið 2013, er talinn hafa hafnað því að rannsaka McCarrick þar sem hann taldi engar trúverðugar ásakanir um barnaníð fyrir hendi. Frans páfi (t.v.) og McCarrick fallast í faðma í september árið 2015. Bandaríski kardinálinn sagði af sér árið 2018 og svipti Frans hann hempunni ári síðar.AP/Jonathan Newton/Washington Post Segist ekki minnast barnaníðs McCarrick er níræður og býr í einangrun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki sagst minnast þess að hafa misnotað börn en hefur ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um að hann hafi beitt fullorðna karlmenn kynferðisofbeldi. Fjöldi karlmanna hafa þó sakað hann um að hafa misnotað sig í strandhúsi í New Jersey. Einn þeirra segir að McCarrick hafi misnotað sig þegar hann var enn barn að aldri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Komið hefur fram að kaþólska kirkjan greiddi fé til að ná sátt í tveimur málum gegn McCarrick að minnsta kosti. Hundruð kaþólska presta og biskupa hafa verið sakaðir um að misnota börn kynferðislega yfir margra áratuga skeið undanfarin ár. Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Bandarískur fyrrverandi kardináli hlaut framgang innan kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir að páfum, kardinálum og æðstu mönnum kirkjunnar vestanhafs hefði verið kunnugt um ásakanir um kynferðislega misnotkun á hendur honum. Jóhannes Páll annar er sagður hafa vitað af ásökunum heilum tveimur áratugum áður en kardinálinn hrökklaðist loks úr embætti. Áfellisdómur er felldur yfir æðstu stjórnendum kaþólsku kirkjunnar í skýrslu um viðbrögð hennar við kynferðisbrotum Theodore E. McCarrick, bandarískum fyrrverandi kardinála. Þeir eru sagðir hafa kosið að trúa McCarrick og misvísandi fullyrðingum biskupa þegar þeir hækkuðu hann í æðstu tign innan kirkjunnar. McCarrick var einn áhrifamesti kardinálinn innan kaþólsku kirkjunnar áður en ásakanirnar á hendur honum komust í hámæli árið 2017. Hann var erkibiskup í Washington-borg frá 2001 til 2006. McCarrick sagði af sér árið 2018 en Frans páfi svipti hann hempunni í fyrra. Rannsókn Páfagarðs leiddi í ljós að McCarrick hefði gerst sekur um kynferðisbrot gegn börnum og fullorðnum og misnotað vald sitt þegar hann var prestur í New York á áttunda áratug síðustu aldar. Svo langt er liðið frá brotunum að talið er að þau séu fyrnd og McCarrick verði því ekki ákærður í Bandaríkjunum. Falskar og misvísandi upplýsingar bandarískar biskupa Í skýrslunni um brot McCarrick, sem Frans páfi óskaði eftir árið 2018, kemur fram að „trúverðugar vísbendingar“ um að McCarrick hefði misnotað börn hefðu ekki komið fram fyrr en árið 2017. Engu að síður hefðu æðstu stjórnendum kirkjunnar verið kunnugt um þráláta orðróma þess efnis að McCarrick hefði misnotað fullorðna karlkyns guðfræðinema eftir að hann varð biskup snemma á níunda áratugnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skýrsluhöfundar hlífa Frans páfa að mestu en skella skuldinni á forvera hans, þá Benedikt sextánda og sérstaklega Jóhannes Pál annan. Pólski páfinn, sem var síðar tekinn í dýrlingatölu, trúði neitunum McCarrick og veitti honum stöðuhækkanir. „Jóhannes Páll páfi annar tók persónulega ákvörðun um að skipa McCarrick,“ segir í skýrslunni. Það hafi hann gert þrátt fyrir að hafa fengið bréf frá John O‘Connor kardinála og þáverandi erkibiskup í New York um ásakanir á hendur McCarrick. Á meðal ásakananna var að McCarrick væri barnaníðingur. Páfinn er sagður hafa látið rannsaka ásakanirnar. Biskuparnir sem rannsökuðu málið sögðu McCarrick hafa deilt rúmi með ungum karlmönnum en að þeir vissu ekki hvort að misnotkun hefði átt sér stað. Skýrsluhöfundar telja að þær upplýsingar biskupanna til páfa hafi verið misvísandi. Þrír af fjórum bandarískum biskupum sem var falið að rannsaka ásakanirnar hafi látið páfa fá rangar eða ófullnægjandi upplýsingar, að því er kemur fram í frétt New York Times um skýrsluna. Benedikt páfi, sem sagði af sér árið 2013, er talinn hafa hafnað því að rannsaka McCarrick þar sem hann taldi engar trúverðugar ásakanir um barnaníð fyrir hendi. Frans páfi (t.v.) og McCarrick fallast í faðma í september árið 2015. Bandaríski kardinálinn sagði af sér árið 2018 og svipti Frans hann hempunni ári síðar.AP/Jonathan Newton/Washington Post Segist ekki minnast barnaníðs McCarrick er níræður og býr í einangrun, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki sagst minnast þess að hafa misnotað börn en hefur ekkert látið hafa eftir sér opinberlega um að hann hafi beitt fullorðna karlmenn kynferðisofbeldi. Fjöldi karlmanna hafa þó sakað hann um að hafa misnotað sig í strandhúsi í New Jersey. Einn þeirra segir að McCarrick hafi misnotað sig þegar hann var enn barn að aldri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Komið hefur fram að kaþólska kirkjan greiddi fé til að ná sátt í tveimur málum gegn McCarrick að minnsta kosti. Hundruð kaþólska presta og biskupa hafa verið sakaðir um að misnota börn kynferðislega yfir margra áratuga skeið undanfarin ár.
Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent