Vill skoða hvort hægt sé að fjölga veiðidögum í desember Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 14:22 Formaður Skotveiðifélags Íslands Skotvís segir að rjúpnaveiðar snúist um miklu meira en að skjóta fugla. Vísir/Vilhelm Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Mun rólegra er yfir rjúpnaveiði í ár í samanburði við hin síðustu. Sóttvarnatakmarkanir hafa sett mark sitt á veiðarnar auk þess sem rjúpan er í lægð. Formaður skotveiðifélagsins Skotvís vill skoða hvort hægt verði að framlengja veiðitímabilið til að bæta höfuðborgarbúum upp þær helgar í nóvember sem ekki mátti fara til veiða. Rjúpnastofninn er í náttúrulegri lægð en óveðrið mikla síðasta vetur setti strik í reikninginn auk þess sem kuldakastið fyrir norðan í júlí bætti gráu ofan á svart. Áki Ármann Jónsson, formaður skotveiðifélagsins Skotvís, segir að ástandið sé skást suðvestan til. „Það má eiginlega segja að veiðitímabilið hafi farið af stað eins og við var búist. Það er lítið af rjúpu á Norðvesturlandi og Norðausturlandi og sæmilegt á Austurlandi. Staðan er síðan fín á Suðvesturlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Vestfjörðum.“ En eru jafn margar rjúpnaveiðiskyttur á ferli og í venjulegu árferði? „Það er mun rólegra yfir þessu, það er auðsjáanlegt. Það er „lókal“ fólkið sem er að fara til veiða og ekki mikill straumur út úr Reykjavík. Menn eru að fara eftir tilmælum frá Víði um að takmarka ferðalög.“ Áki hefur brýnt fyrir félagsmönnum skotveiðifélagsins mikilvægi þess að fara eftir tilmælum almannavarna. „Hjá okkar félagsmönnum, sem telja sirka helming skotveiðimanna, þá hafa menn verið mjög ákveðnir í því að fara eftir fyrirmælum. Menn ferðuðust innanhúss um síðustu helgi og ég geri nú ekki ráð fyrir að margir skotveiðimenn hafi farið þá til veiða, það var beinlínis ætlast til þess að menn heldu sig innandyra.“ Áki vill skoða hvort hægt verði að bæta inn fleiri veiðidögum í desember sem sárabót fyrir skotveiðimenn. Rjúpnaveiðar snúist um svo miklu meira en bara að skjóta að fugla. „Þetta lyftir upp sálinni. Það veitir ekki af því á þessum tímum. Þetta snýst ekki bara um að fara út að skjóta einhverja fugla, heldur um upplifunina af veiðunum sjálfum, ganga um náttúru Íslands í fallegu veðri. Þótt maður veiði ekki neitt þá er maður búinn að lyfta sálinni upp töluvert margar hæðir við það,“ sagði Áki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotveiði Tengdar fréttir Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Fyrsti veiðidagurinn á þessu rjúpnaveiðitímabili var í gær og það var ljóst að skyttur voru að fjölmenna á fjöll. 2. nóvember 2020 08:52
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39