Hungursneyð vofir yfir í fjórum heimshlutum Heimsljós 9. nóvember 2020 11:04 Ljósmynd frá Lagos WFP/Damilola Onafuwa Í fjórum heimshlutum vofir hungursneyð yfir, að mati mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna. Um er ræða ákveðin svæði í Búrkina Fasó, norðausturhéruð Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Skjót viðbrögð við sultinum er nauðsynleg til þess að forða hungursneyð, segir í sameiginlegri tilkynningu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). „Við óttumst að íbúar þessara svæða geti staðið frammi fyrir hungursneyð ef ástandið versnar enn á næstu mánuðum,“ segir Claudia Ah Poe ráðgjafi WFP í matvælaöryggi. Langvarandi átök, öfgar í veðurfari, efnahagsleg niðursveifla vegna COVID-19 og hömlur á því að veita mannúðarsamtökum aðgang að samfélögum í neyð skýra fyrst og fremst þetta alvarlega ástand. „Það er eitruð blanda,“ segir í tilkynningunni. Að mati stofnananna er ástandið einnig grafalvarlegt í öðrum sextán ríkjum þar alvarlegur matarskortur getur leitt til neyðarástands á næstu sex mánuðum. Þau ríki eru meðal annars Afganistan, Miðafríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Eþíópía, Haítí og Venesúela. Hungursneyð er alvarlegasta stig matarskorts. Síðast var lýst yfir hungursneyð í Sómalíu árið 2011. Þá létust 260 þúsund manns úr hungri. „Við erum á skelfilegum tímamótum, stöndum enn og aftur frammi fyrir yfirvofandi hungursneyð í fjórum ólíkum heimshlutum samtímis. Gleymum því ekki að þegar lýst er yfir hungursneyð hafa þegar margir látist. Þegar hungursneyð var lýst yfir í Sómalíu í júlí 2011 voru þau sem voru í mestri hættu þegar látin,“ segir Margot van der Velden hjá WFP. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð og hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur um langt árabil verið samstarfsaðili Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fastafulltrúi Íslands í Róm gagnvart þessum stofnunum er Stefán Jón Hafstein sendiherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Súdan Nígería Jemen Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent
Í fjórum heimshlutum vofir hungursneyð yfir, að mati mannúðarstofnana Sameinuðu þjóðanna. Um er ræða ákveðin svæði í Búrkina Fasó, norðausturhéruð Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen. Skjót viðbrögð við sultinum er nauðsynleg til þess að forða hungursneyð, segir í sameiginlegri tilkynningu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Landbúnaðar- og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). „Við óttumst að íbúar þessara svæða geti staðið frammi fyrir hungursneyð ef ástandið versnar enn á næstu mánuðum,“ segir Claudia Ah Poe ráðgjafi WFP í matvælaöryggi. Langvarandi átök, öfgar í veðurfari, efnahagsleg niðursveifla vegna COVID-19 og hömlur á því að veita mannúðarsamtökum aðgang að samfélögum í neyð skýra fyrst og fremst þetta alvarlega ástand. „Það er eitruð blanda,“ segir í tilkynningunni. Að mati stofnananna er ástandið einnig grafalvarlegt í öðrum sextán ríkjum þar alvarlegur matarskortur getur leitt til neyðarástands á næstu sex mánuðum. Þau ríki eru meðal annars Afganistan, Miðafríkulýðveldið, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Eþíópía, Haítí og Venesúela. Hungursneyð er alvarlegasta stig matarskorts. Síðast var lýst yfir hungursneyð í Sómalíu árið 2011. Þá létust 260 þúsund manns úr hungri. „Við erum á skelfilegum tímamótum, stöndum enn og aftur frammi fyrir yfirvofandi hungursneyð í fjórum ólíkum heimshlutum samtímis. Gleymum því ekki að þegar lýst er yfir hungursneyð hafa þegar margir látist. Þegar hungursneyð var lýst yfir í Sómalíu í júlí 2011 voru þau sem voru í mestri hættu þegar látin,“ segir Margot van der Velden hjá WFP. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð og hlaut á dögunum friðarverðlaun Nóbels. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur um langt árabil verið samstarfsaðili Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Fastafulltrúi Íslands í Róm gagnvart þessum stofnunum er Stefán Jón Hafstein sendiherra. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Búrkína Fasó Súdan Nígería Jemen Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent