Versta tap Tom Brady á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2020 11:30 Tom Brady gengur svekktur af velli í gær. Það gekk ekkert upp hjá honum í þessum leik á móti Saints. AP/Mark LoMoglio Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020 NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Sjá meira
Tom Brady og félagar hans í Tampa Bay Buccaneers fengu mjög slæma útreið á heimavelli í NFL-deildinni í nótt þegar liðið steinlá á móti New Orleans Saints. New Orleans Saints vann nefnilega 38-3 sigur á Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni í nótt í leik sem átti að vera uppgjör á milli goðsagnanna Tom Brady hjá Buccaneers og Drew Brees hjá Saints. Leikurinn var á besta sjónvarpstíma í Bandaríkjunum en hann var ekki góð auglýsing fyrir Tom Brady og öll vopnin hans í Tampa Bay Buccaneers liðinu. Tipped twice and it's a BIG MAN INT. #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/4szsJV0ixz— NFL (@NFL) November 9, 2020 Það fylgir líka sögunni að Buccaneers liðið var mun sigurstranglegra fyrir leikinn og liðið var nú komið með stjörnuútherjann Antonio Brown. Það dugði hins vegar skammt og niðurstaðan var hrein hörmungarframmistaða. Einu stigin hjá Buccaneers liðinu komu ekki fyrr en undir lok leiksins þegar staðan var orðin 38-0. Tom Brady hafði þá kastað boltanum þrisvar sinnum í hendur andstæðinganna. „Þetta var sjokkerandi. Að horfa á það hvernig við æfðum alla vikuna og allt sjálfstraustið sem við komum með inn í þennan leik. Við þurfum að fara til baka og horfa á okkur sjálfa í spegli og þá er ég að tala um þjálfarana, leikmennina og alla. Þetta rasskelltu okkur á öllum sviðum leiksins,“ sagði Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers. .@DrewBrees' fourth TD adds to his all-time passing TD record (564). #Saints : #NOvsTB on NBC : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/6yfKIAre48 pic.twitter.com/tqItDSdFyo— NFL (@NFL) November 9, 2020 Þetta er versta tap Tom Brady á ferlinum en hann hafði mest áður tapað 31-0 á móti Buffalo Bills árið 2003. Það sem vekur sérstaklega athygli er að þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem Tom Brady og félagar spila illa í kvöldleik eða þegar mesta athyglin er á liðinu. Í öll skiptin hefur liðið spilað mjög illa. Drew Brees átti aftur á móti flottan leik með New Orleans Saints og sendi fjórar snertimarkssendingar án þess að kasta einu sinni frá sér. Hann var líka búinn að endurheimta útherjann snjalla Michael Thomas sem hefur verið meiddur allt tímabilið. FINAL: The @Saints make a statement on Sunday Night Football. #Saints #NOvsTB (by @Lexus) pic.twitter.com/hCbsAVSXrH— NFL (@NFL) November 9, 2020
NFL Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Sjá meira