Íslenski knattspyrnumaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, AGF, heimsótti Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Lyngby komst yfir snemma leiks en Kevin Diks jafnaði fyrir AGF í upphafi síðari hálfleiks.
Staðan var 1-1 þegar Jóni var skipt inná á 75.mínútu og reyndist Jón Dagur hetja gestanna því hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 89.mínútu.
Lokatölur 1-2 fyrir AGF sem er í 5.sæti deildarinnar.
89' Det er Jon Thorsteinsson, der scorer til 2-1 #lbkagf pic.twitter.com/zIJHydOx88
— AGF LIVE (@AgfLive) November 8, 2020