Íslendingar bregðast við sigri Bidens: Fékk gæsahúð hjá mjólkurhillunni með CNN í eyrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2020 17:45 Joe Biden má alveg brosa í dag. AP/Matt Slocum Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. Ef marka má viðbrögð Íslendinga á samfélagsmiðlum virðast tíðindin hafa lagst vel í landsmenn. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarin klukkutíma eða svo. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti yfir mikilli gleði í tísti eftir að tíðindin bárust. Dagur var í verslunarleiðangri en vildi greinilega ekki missa af neinu, verandi með útsendingu CNN í eyrunum. Er út í búð. Með @CNN í eyrunum. ÞETTA ER KOMIÐ!!!! @JoeBiden VANN! "Trump presidency is comming to an end." Og ég fæ gæsahúð hjá mjólkurhillunni! Þvílíkur léttir!!! Magnað!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 7, 2020 Felix Bergsson bendir á að Biden verður fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem styður hjónaband samkynja para þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Joe Biden mun vera fyrsti forseti USA sem styður hjónaband samkynhneigðra þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Hann var lengi mjög andsnúinn en sá ljósið og sést hér gefa saman starfsmenn Hvíta hússins sem varaforseti. Svo lærir sem lifir #gayrights #humanrights #potus pic.twitter.com/S9DOvctHf5— Felix Bergsson (@FelixBergsson) November 7, 2020 Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu er með puttana á púlsinum. Gettu hver eru búin að breyta bio á Twitter pic.twitter.com/sEMSadvx61— Ingunn Eitthvað 🍥 (@IngaLalu) November 7, 2020 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, leiðréttir fráfarandi forseta. Neibb (staðfest) https://t.co/7pj52wZMpx— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 7, 2020 Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á svið jafnréttismála, er að undirbúa tárin fyrir kvöldið. Ég er búin að undirbúa börn og dýr á heimilinu fyrir grátkastið sem kemur þegar Kamala Harris tekur til máls.— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) November 7, 2020 Andri Ólafsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi aðstoðarmaður rektors HÍ segir að það sé eitthvað ljóðrænt við að Donald Trump hafi verið í golfi þegar tíðindin bárust. Og Trump í golfi þegar Fox, CNN og fleiri kalla þetta. Nánast ljóðrænt.— Andri Ólafsson (@andriolafsson) November 7, 2020 Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur, sem búsett er í Bandaríkjunum, virðist afskaplega ánægð með tíðindin. Þetta er búið! 🙏🏻❤️😭🇺🇸 pic.twitter.com/Y8XujxSFsD— Birna Anna (@birnaanna) November 7, 2020 Leikkonan Unnur Eggertsdóttir, sem lengi hefur dvalið í Bandaríkjunum, segir það sem eflaust er mörgum af þeim sem eru orðnir þreyttir á Donald Trump efst í huga. Hahahahhahahhahagggahahahahaha fokkaðu þér https://t.co/JI3tQbg6Rr— Unnur Eggerts (@UnnurEggerts) November 7, 2020 Þarna vísar Bragi Valdimar í The Apprentice þætti Donald Trump þar sem þetta var aðalfrasinn hans Trump. Hugsið ykkur bara allar "YOU'RE FIRED" fyrirsagnirnar sem eru í prentun núna.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) November 7, 2020 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro vísar í eitt af fjölmörgum myndböndum frá New York í Bandaríkjunum sem birst hafa á samfélagsmiðlum þar sem heyra má fólk fagna ákaft. Þetta er gæsahúð. Aldrei aftur Trump. https://t.co/tNoQ90MtGK— Logi Pedro (@logipedro101) November 7, 2020 Rithöfundurinn Bergur Ebbi grínast með aldur Joe Bidens. Til hamingju Joe Biden og Kamala Harris fyrir að hafa klárað operation koma kalkúninum úr húsinu! Þvílíkur léttir. P.s. hér er mynd af Joe Biden þegar talning atkvæða hófst. pic.twitter.com/ixm7pUU9BV— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) November 7, 2020 Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Grín og gaman Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Joe Biden hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna af fjölda erlendra miðla. Hann er sagður hafa borið sigur úr býtum í Pennsylvaníu, sem tryggir Biden 20 kjörmenn og er hann nú kominn með 273 kjörmenn en 270 þarf til að sigra kosningarnar. Ef marka má viðbrögð Íslendinga á samfélagsmiðlum virðast tíðindin hafa lagst vel í landsmenn. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á samfélagsmiðlum undanfarin klukkutíma eða svo. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti yfir mikilli gleði í tísti eftir að tíðindin bárust. Dagur var í verslunarleiðangri en vildi greinilega ekki missa af neinu, verandi með útsendingu CNN í eyrunum. Er út í búð. Með @CNN í eyrunum. ÞETTA ER KOMIÐ!!!! @JoeBiden VANN! "Trump presidency is comming to an end." Og ég fæ gæsahúð hjá mjólkurhillunni! Þvílíkur léttir!!! Magnað!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) November 7, 2020 Felix Bergsson bendir á að Biden verður fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem styður hjónaband samkynja para þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Joe Biden mun vera fyrsti forseti USA sem styður hjónaband samkynhneigðra þegar hann tekur við lyklum Hvíta hússins. Hann var lengi mjög andsnúinn en sá ljósið og sést hér gefa saman starfsmenn Hvíta hússins sem varaforseti. Svo lærir sem lifir #gayrights #humanrights #potus pic.twitter.com/S9DOvctHf5— Felix Bergsson (@FelixBergsson) November 7, 2020 Ingunn Lára Kristjánsdóttir, blaðakona á Fréttablaðinu er með puttana á púlsinum. Gettu hver eru búin að breyta bio á Twitter pic.twitter.com/sEMSadvx61— Ingunn Eitthvað 🍥 (@IngaLalu) November 7, 2020 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, leiðréttir fráfarandi forseta. Neibb (staðfest) https://t.co/7pj52wZMpx— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) November 7, 2020 Lára Björg Björnsdóttir, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á svið jafnréttismála, er að undirbúa tárin fyrir kvöldið. Ég er búin að undirbúa börn og dýr á heimilinu fyrir grátkastið sem kemur þegar Kamala Harris tekur til máls.— Lára Björg Björnsdóttir (@LaraBjorg) November 7, 2020 Andri Ólafsson, fyrrverandi blaðamaður og núverandi aðstoðarmaður rektors HÍ segir að það sé eitthvað ljóðrænt við að Donald Trump hafi verið í golfi þegar tíðindin bárust. Og Trump í golfi þegar Fox, CNN og fleiri kalla þetta. Nánast ljóðrænt.— Andri Ólafsson (@andriolafsson) November 7, 2020 Birna Anna Björnsdóttir, rithöfundur, sem búsett er í Bandaríkjunum, virðist afskaplega ánægð með tíðindin. Þetta er búið! 🙏🏻❤️😭🇺🇸 pic.twitter.com/Y8XujxSFsD— Birna Anna (@birnaanna) November 7, 2020 Leikkonan Unnur Eggertsdóttir, sem lengi hefur dvalið í Bandaríkjunum, segir það sem eflaust er mörgum af þeim sem eru orðnir þreyttir á Donald Trump efst í huga. Hahahahhahahhahagggahahahahaha fokkaðu þér https://t.co/JI3tQbg6Rr— Unnur Eggerts (@UnnurEggerts) November 7, 2020 Þarna vísar Bragi Valdimar í The Apprentice þætti Donald Trump þar sem þetta var aðalfrasinn hans Trump. Hugsið ykkur bara allar "YOU'RE FIRED" fyrirsagnirnar sem eru í prentun núna.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) November 7, 2020 Tónlistarmaðurinn Logi Pedro vísar í eitt af fjölmörgum myndböndum frá New York í Bandaríkjunum sem birst hafa á samfélagsmiðlum þar sem heyra má fólk fagna ákaft. Þetta er gæsahúð. Aldrei aftur Trump. https://t.co/tNoQ90MtGK— Logi Pedro (@logipedro101) November 7, 2020 Rithöfundurinn Bergur Ebbi grínast með aldur Joe Bidens. Til hamingju Joe Biden og Kamala Harris fyrir að hafa klárað operation koma kalkúninum úr húsinu! Þvílíkur léttir. P.s. hér er mynd af Joe Biden þegar talning atkvæða hófst. pic.twitter.com/ixm7pUU9BV— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) November 7, 2020
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Grín og gaman Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira