Kane tryggði Tottenham torsóttan sigur Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. nóvember 2020 13:50 Harry Kane. vísir/Getty Tottenham tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið sótti þrjú stig í greipar West Bromwich Albion á The Hawtorns leikvangnum í Birmingham. Gareth Bale var í byrjunarliði Tottenham í dag í fyrsta skipti í deildinni eftir að hafa snúið til baka til félagsins frá Real Madrid í haust. WBA er enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu og varð fyrir áfalli í aðdraganda leiksins þegar Branislav Ivanovic og Matheus Pereira heltust úr lestinni vegna kórónuveirusmits. Þrátt fyrir það tókst heimamönnum að standa vörnina vel langstærstan hluta leiksins og fundu Tottenham menn fá svör. Það var ekki fyrr en á 87.mínútu sem Harry Kane fann loks leiðina þegar hann skallaði fyrirgjöf Matt Doherty í netið og tryggði Tottenham torsóttan sigur. Enski boltinn
Tottenham tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið sótti þrjú stig í greipar West Bromwich Albion á The Hawtorns leikvangnum í Birmingham. Gareth Bale var í byrjunarliði Tottenham í dag í fyrsta skipti í deildinni eftir að hafa snúið til baka til félagsins frá Real Madrid í haust. WBA er enn í leit að sínum fyrsta sigri á tímabilinu og varð fyrir áfalli í aðdraganda leiksins þegar Branislav Ivanovic og Matheus Pereira heltust úr lestinni vegna kórónuveirusmits. Þrátt fyrir það tókst heimamönnum að standa vörnina vel langstærstan hluta leiksins og fundu Tottenham menn fá svör. Það var ekki fyrr en á 87.mínútu sem Harry Kane fann loks leiðina þegar hann skallaði fyrirgjöf Matt Doherty í netið og tryggði Tottenham torsóttan sigur.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti