Anton tvisvar í fjórða sæti Sindri Sverrisson skrifar 6. nóvember 2020 12:57 Anton Sveinn McKee syndir með öðru af fremsta sundfólki heims í Búdapest þessa dagana. Mike Lewis Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. Anton synti 100 metra bringusund á 57,71 sekúndum og varð í 4. sæti sem skilaði liði hans fimm stigum. Hann var nokkuð frá nýju Íslands- og Norðurlandameti sínu frá því fyrir tveimur vikum, sem er 56,30 sekúndur. Seinni grein Antons í dag var 50 metra bringusund með útsláttarfyrirkomulagi. Átta keppendur tóku þátt, líkt og í öðrum greinum, og komust fjórir fljótustu áfram í undanúrslit. Anton var einn þeirra eftir að hafa synt á 26,34 sekúndum sem var þriðji besti tíminn og skilaði sex stigum. Í undanúrslitum synti Anton á 26,66 sekúndum, varð fjórði og fékk fimm stig til viðbótar. Hann var 61/100 úr sekúndu frá því að komast í tveggja manna úrslitin. Emre Sakci úr liði Iron stóð að lokum uppi sem sigurvegari á 25,57 sekúndum. Titans voru að keppa á sínu þriðja móti af fjórum sem hvert lið tekur þátt í í þessari sérstöku Covid-útgáfu af Meistaradeildinni, sem fer öll fram í Búdapest. Liðið endaði í 3. sæti að þessu sinni með 391 stig, á eftir Energy Standard (613 stig) og Iron (448 stig). DC Trident (256 stig) hafnaði í 4. og neðsta sæti. Anton og hans lið keppir næst á móti 9.-10. nóvember en það er síðasta mót liðsins fyrir undanúrslitin. Þangað komast átta efstu liðin en Titans eru sem stendur í 6. sæti með 7 stig eftir þrjú mót (4 stig fást fyrir efsta sæti, 3 fyrir 2. sæti, 2 fyrir 3. sæti og 1 fyrir neðsta sæti á hverju móti). Sund Tengdar fréttir Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. Anton synti 100 metra bringusund á 57,71 sekúndum og varð í 4. sæti sem skilaði liði hans fimm stigum. Hann var nokkuð frá nýju Íslands- og Norðurlandameti sínu frá því fyrir tveimur vikum, sem er 56,30 sekúndur. Seinni grein Antons í dag var 50 metra bringusund með útsláttarfyrirkomulagi. Átta keppendur tóku þátt, líkt og í öðrum greinum, og komust fjórir fljótustu áfram í undanúrslit. Anton var einn þeirra eftir að hafa synt á 26,34 sekúndum sem var þriðji besti tíminn og skilaði sex stigum. Í undanúrslitum synti Anton á 26,66 sekúndum, varð fjórði og fékk fimm stig til viðbótar. Hann var 61/100 úr sekúndu frá því að komast í tveggja manna úrslitin. Emre Sakci úr liði Iron stóð að lokum uppi sem sigurvegari á 25,57 sekúndum. Titans voru að keppa á sínu þriðja móti af fjórum sem hvert lið tekur þátt í í þessari sérstöku Covid-útgáfu af Meistaradeildinni, sem fer öll fram í Búdapest. Liðið endaði í 3. sæti að þessu sinni með 391 stig, á eftir Energy Standard (613 stig) og Iron (448 stig). DC Trident (256 stig) hafnaði í 4. og neðsta sæti. Anton og hans lið keppir næst á móti 9.-10. nóvember en það er síðasta mót liðsins fyrir undanúrslitin. Þangað komast átta efstu liðin en Titans eru sem stendur í 6. sæti með 7 stig eftir þrjú mót (4 stig fást fyrir efsta sæti, 3 fyrir 2. sæti, 2 fyrir 3. sæti og 1 fyrir neðsta sæti á hverju móti).
Sund Tengdar fréttir Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01
„Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01