Fótbolti

Valskonur fá heimaleik á móti Glasgow City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir er fyrirliði Valsliðsins. Hér er hún á ferðinni á móti Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í sumar.
Hallbera Guðný Gísladóttir er fyrirliði Valsliðsins. Hér er hún á ferðinni á móti Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Vilhelm

Kvennalið Vals í knattspyrnu fær heimaleik í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en þetta kom í ljós í dag.

Það var ljóst fyrir dráttinn í dag að Valskonur myndu mæta annað hvort St. Pölten frá Austurríki eða Glasgow City frá Skotlandi. Þessi þrjú lið voru í hóp með rússneska liðinu CSKA Moskvu.

Valsliðið mætir skosku meisturunum í Glasgow City en liðið hefur unnið þrettán titla í röð í Skotlandi.  Glasgow City komst alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en tapaði þá 9-1 á móti Wolfsburg.

Leikurinn fer fram á Origo vellinum 18. eða 19. nóvember. Liðið sem vinnur leikinn fer áfram í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, en þar koma inn öll bestu lið álfunnar.

Valsliðið hafði aftur heppnina með sér og fær heimaleik eins og í fyrstu umferðinni.

Ingibjörg Sigurðardóttir og félagar í norska liðinu Vålerenga drógust á móti Gintra Universitetas frá Lithaén og spila á útivelli.

Cloé Eyja Lacasse og félagar í portúgalska liðinu Benfica drógust á móti Anderlecht frá Belgíu og spila á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×