Fékk martraðir í tvær vikur eftir að hafa tekið upp efni fyrir þættina Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Ummerki hefja göngu sína á sunnudaginn. Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon. Ísland í dag Ummerki Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon.
Ísland í dag Ummerki Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira