Íslenski boltinn

Veglegur uppgjörsþáttur í kvöld: Meistarar í heimsókn og Guðni heiðrar þær bestu

Sindri Sverrisson skrifar
Helena Ólafsdóttir verður með alla sérfræðinga sína í uppgjörsþættinum í kvöld þar sem margt verður um að vera.
Helena Ólafsdóttir verður með alla sérfræðinga sína í uppgjörsþættinum í kvöld þar sem margt verður um að vera.

Tímabilið í Pepsi Max deild kvenna verður gert upp með pompi og prakt á Stöð 2 Sport í kvöld. Íslandsmeistarar mæta í heimsókn og formaður KSÍ veitir þeim verðlaun sem stóðu upp úr á leiktíðinni.

Helena Ólafsdóttir stýrir Pepsi Max mörkunum og verður með alla sérfræðinga sína og fleiri góða gesti í kvöld í sérstökum lokahófsþætti. Bein útsending hefst kl. 20.

Guðni Bergsson formaður KSÍ mun afhenda verðlaun vegna besta og efnilegasta leikmanns mótsins, markahæstu leikmanna, besta þjálfara og dómara, samkvæmt kosningu leikmanna.

Helena og hennar sérfræðingar hafa fjallað ítarlega um Pepsi Max deildina allt tímabilið og munu einnig veita verðlaun. Þær munu gefa hverju liði einkunn fyrir sína frammistöðu, velja lið ársins, besta og efnilegasta leikmann, þjálfara ársins og bestu mörkin. Hér að neðan má sjá nokkur falleg mörk sem þó komust ekki í þann flokk.

Klippa: Næstbestu mörkin í Pepsi Max deildinni

Eins og fyrr segir hefst bein útsending uppgjörsþáttarins kl. 20 í kvöld á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×