Gular viðvaranir víðast hvar vegna vinds Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 07:23 Gular viðvaranir eru í gildi á norðanverðu og austanverðu landinu. Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi á norðan- og austanverðu landinu í dag, en heldur hægari vindi suðvestantil. Víða verður rigning og talsverð sums staðar á norðvestan- og vestanverðu landinu, en styttir upp austantil er líður á daginn. Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna vinds í flestum landshlutum í dag. „Seint í kvöld og í nótt dregur úr vindi en gengur aftur í suðvestan hvassviðri eða storm á öllu landinu á morgun. Rigning með köflum en þurrt að kalla norðaustanlands. Dregur hægt úr vindi á föstudaginn en áfram verður úrkoma viðloðandi Suður- og Vesturland. Á laugardaginn er síðan von á enn einni lægðinni með suðvestanátt og rigningu en nokkuð minni veðurhæð en sólarhringarnir á undan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Vindasamt verður víðast hvar á landinu í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm þegar kemur fram á daginn. Rigning, einkum sunnanlands, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 12 stig. Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað austantil. Hiti 0 til 4 stig. Á laugardag: Gengur í sunnan og suðvestan 5-13 m/s með rigningu, en þurrt norðan- og austanlands. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustantil. Á sunnudag: Suðlæg átt og stöku skúrir, en víða bjart norðan- og austanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira
Veðurstofan spáir suðvestan hvassviðri eða stormi á norðan- og austanverðu landinu í dag, en heldur hægari vindi suðvestantil. Víða verður rigning og talsverð sums staðar á norðvestan- og vestanverðu landinu, en styttir upp austantil er líður á daginn. Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna vinds í flestum landshlutum í dag. „Seint í kvöld og í nótt dregur úr vindi en gengur aftur í suðvestan hvassviðri eða storm á öllu landinu á morgun. Rigning með köflum en þurrt að kalla norðaustanlands. Dregur hægt úr vindi á föstudaginn en áfram verður úrkoma viðloðandi Suður- og Vesturland. Á laugardaginn er síðan von á enn einni lægðinni með suðvestanátt og rigningu en nokkuð minni veðurhæð en sólarhringarnir á undan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Vindasamt verður víðast hvar á landinu í dag samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Gengur í suðvestan hvassviðri eða storm þegar kemur fram á daginn. Rigning, einkum sunnanlands, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 7 til 12 stig. Á föstudag: Suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða él, en léttskýjað austantil. Hiti 0 til 4 stig. Á laugardag: Gengur í sunnan og suðvestan 5-13 m/s með rigningu, en þurrt norðan- og austanlands. Hiti 2 til 7 stig, en vægt frost í innsveitum norðaustantil. Á sunnudag: Suðlæg átt og stöku skúrir, en víða bjart norðan- og austanlands. Hiti breytist lítið. Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með rigningu, einkum sunnanlands. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira