Sögufrægt hús eftir Högnu sett á sölu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. nóvember 2020 11:30 Skjáskot úr þættinum Falleg íslensk heimili sem sýna sannarlega hversu fallegt hús er um að ræða. Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins. Hús og heimili Reykjavík Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Arkitektinn Högna Sigurðardóttir er án efa einn merkasti arkitekt sem Ísland hefur alið og teiknaði hún sögufrægt hús við Brekkugerði 19 sem er nú komið á sölu. Húsið við Brekkugerði er það fyrsta sem hún teiknaði hér á landi og það á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Húsið vakti mikla athygli þegar það var fullbyggt árið 1964 en það þótti framúrstefnulegt og var Högna talin boðberi nýrra og framsækinna viðhorfa í íslenskri byggingarlist. Upphaflegir eigendur hússins voru þau Erla Lýðsson Hjaltadóttir og Þorvarður Þorvarðarson sem kenndur var við Stjörnubíó. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili sem voru á Stöð 2 árið 2017. Um er að ræða eitt af fjórum einbýlishúsum sem byggð voru eftir teikningu hennar á Íslandi. Húsið er 307 fermetrar á tveimur hæðum staðsett innst í botnlangagötu. Húsið var byggt árið 1963 og eru þar fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi. Þar má einnig finna innisundlaug og arinn. Fasteignamat eignarinnar er 108 milljónir en óskað er eftir tilboði. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifaði athyglisverða grein á Facebook um húsið í sumar. „Fólk fór gagngert í bíltúra til að virða það fyrir sér. Húsið teiknaði hún fyrir Þorvarð Þorvarðsson framkvæmdastjóra Stjörnubíós og konu hans Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. Bjuggu þau í húsinu allt til ársins 2012. En hvað var svona merkilegt við húsið? Í fyrsta lagi fyrir það hversu ómáluð og hrá steinsteypa lék stórt hlutverk í því eins og öðrum húsum Högnu. Meðal annars eru húsgögn í stofu og svefnherbergjum steinsteypt. Þverbitar sem ganga þvert um húsið eru vel sýnilegir innandyra. Húsið er alls 307 fermetrar og á þakinu eru 150 fermetrar stórar útsýnissvalir með útsýni yfir Reykjavík,“ skrifar Guðjón. Árið 1971 fékk Brekkugerði 19 viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur fyrir snyrtilegt hús og lóð og árið 1973 fékk húsið viðurkenningu fegrunarnefndar Reykjavíkur sem fallegt mannvirki. Árið 2012 var haldin myndlistarsýning Erró í húsinu. Hér að neðan má sjá myndir af eigninni við Brekkugerði 19. Tignarlegt hús við Brekkugerði. Innisundlaugin fræga. Stofan er stór og einstaklega vel hönnuð. Fallegur hringstigi og steinagólf. Upprunaleg hönnun er nánast allstaðar í húsinu. Lygilegt útsýni á þeim 150 fermetra svölum sem eru á þaki hússins.
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning