Biður presta að bjóða skólunum húsnæði kirkjunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 17:07 Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Starfsdagur hefur verið í grunnskólum um allt land í dag vegna hertra aðgerða í skólum í nýrri reglugerð ráðherra. Meðal annars þurfa börn í 5. bekk og eldri að nota grímur þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglu. Biskup vísar í orð Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þröf fyrir aukið rými fyrir skólastarfið, í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. „Ég beini því til ykkar, kæra forystufólk í sóknum landsins, að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, til skólastjórnenda í ykkar hverfi, til kennslu, verði því við komið. Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands.“ Kirkja og skóli hafi í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða. Stundum hafi gefið á bátinn í þeim samskiptum og í því samstarfi, og þá kannski sérstaklega undanfarin ár, þar sem sumstaðar hefur myndast gjá milli þessara máttarstólpa samfélagsins. „Ég hvet ykkur, kæru prestar og kæru sóknarnefndir, til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar, á þessum fordæmalausu tímum, verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfinu.“ Biskup sendi bréf sitt til presta í gær og hvatti þá til að heyra í skólastjórnendum í dag og bjóða aðstöðu kirkjunnar strax fram. Þjóðkirkjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Starfsdagur hefur verið í grunnskólum um allt land í dag vegna hertra aðgerða í skólum í nýrri reglugerð ráðherra. Meðal annars þurfa börn í 5. bekk og eldri að nota grímur þar sem ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglu. Biskup vísar í orð Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um þröf fyrir aukið rými fyrir skólastarfið, í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. „Ég beini því til ykkar, kæra forystufólk í sóknum landsins, að bjóða fram húsnæði kirkjunnar, safnaðarheimilin, til skólastjórnenda í ykkar hverfi, til kennslu, verði því við komið. Nú þurfum við öll að snúa bökum saman og þarna gætu sóknir kirkjunnar lagt dýrmætt lóð á vogaskálarnar í baráttunni við þessa vá, skólastarfinu til heilla og til þjónustu við börn þessa lands.“ Kirkja og skóli hafi í aldir verið samverkamenn í uppeldi og fræðslu komandi kynslóða. Stundum hafi gefið á bátinn í þeim samskiptum og í því samstarfi, og þá kannski sérstaklega undanfarin ár, þar sem sumstaðar hefur myndast gjá milli þessara máttarstólpa samfélagsins. „Ég hvet ykkur, kæru prestar og kæru sóknarnefndir, til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar, á þessum fordæmalausu tímum, verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfinu.“ Biskup sendi bréf sitt til presta í gær og hvatti þá til að heyra í skólastjórnendum í dag og bjóða aðstöðu kirkjunnar strax fram.
Þjóðkirkjan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira