Vonandi undantekning að börn verði með grímu í skólanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:39 Grímuskylda hefur verið í mörgum menntaskólum en nú eiga einnig nemendur í 5.-10. bekk að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Formaður félags grunnskólakennara vonar að það muni heyra til undantekninga. Vísir/Vilhelm Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira