Vonandi undantekning að börn verði með grímu í skólanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:39 Grímuskylda hefur verið í mörgum menntaskólum en nú eiga einnig nemendur í 5.-10. bekk að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna. Formaður félags grunnskólakennara vonar að það muni heyra til undantekninga. Vísir/Vilhelm Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Grunnskólanemar þurfa vonandi einungis að bera andlitsgrímur í undantekningartilvikum að sögn formanns félags grunnskólakennara. Áhersla verður lögð á að viðhalda tveggja metra reglunni. Hún telur óeðlilegt að minni kröfur séu gerðar til sóttvarna hjá yngri börnum. Skólahald féll niður í dag hjá tugþúsundum barna vegna skipulagsdags í mörgum leik- og grunskólum. Unnið er að því að útfæra starfið í samræmi við reglugerð sem var birt í gær. Samkvæmt henni mega fimmtíu nemendur í fyrsta til fjórða bekk vera saman í rými. Börnin eru undanþegin tveggja metra reglunni og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Í fimmta til tíunda bekk mega tuttugu og fimm börn vera saman í rými. Þau eiga að bera grímur þegar ekki er unnt að tryggja nándarregluna. Þorgerður Laufey Friðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakenna. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara, segir óeðlilegt að gera minni kröfur til sóttvarna barna en annarra. „Við hefðum talið eðlilegt að 25 barna mörkin giltu um allan grunnskólann og að það hefði verið horft til þess að reyna eftir fremsta megni að tryggja tveggja metra regluna,“ segir hún. Útfærsla á takmörkunum í skólum falli ef til vill ekki að markmiði þeirra hörðu aðgerða sem voru kynntar fyrir helgi. „Sem eiga að gilda í tvær viku og eru gerðar til þess að keyra veiruna niður eins mikið og mögulegt er og sérstaklega á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi. Það er sú umræða sem við höfum verið í á síðustu dögum. Hvort það sé samræmi þarna á milli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að reglurnar hefðu tekið breytingum í meðferð mennta- og heilbrigðisráðherra. Það væri ekki óeðlilegt að útfærslan breytist þar sem stjórnvöld séu að huga að öðrum og fleiri þáttum en hann. Sýnist að börn geti mætt með hefðbundnum hætti Stefna stjórnvalda er að öll börn geti sótt skóla með hefðbundnum hætti og sýnist Þorgerði að það muni nást með þessari útfærslu. Hún segir megináherslu lagða á tveggja metra regluna og að vonandi verði hægt að tryggja hana í flestum tilfellum. „Það verður vonadi undantekning að það þurfi að óska eftir því að nemendur verði með grímu og þá þarf auðvitað að gera það samkvæmt leiðbeiningum sem um það gilda og þá á það ekki síður við um fullorðna fólkið en börnin,“ segir Þorgerður. „Þetta er niðurstaðan núna og nú erum við búin að koma þessum sjónarmiðum á framfæri. Kennarar munu auðvitað sinna þessu verkefni að alúð. Við erum framlínufólk og höldum áfram að sinna nemendum eins vel og við getum.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira