Tryggvi Hrafn skoraði í uppgjöri toppliðina | Sverrir Ingi enn ósigraður í Grikklandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 17:15 Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik á leiktíðinni heima fyrir. Andrei Shramko/Getty Images Lillestrøm er komið upp í annað sæti norsku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur á toppliði Tromsø í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson var meðal markaskorara. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, vann mikilvægan sigur í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Gott gengi Lillestrøm í norsku B-deildinni heldur áfram en liðið fékk Tromsø í heimsókn í dag. Leikurinn verður seint sagður hafa verið spennandi en Fredrik Krogstad hafði skorað tvívegis á fyrstu 14 mínútum leiksins og staðan því orðin 2-0 Lillestrøm í vil. Þannig var staðan fram að hálfleik. Tryggvi Hrafn skoraði strax í upphafi þess síðari og gerði í raun út um leik dagsins. Björn Bergmann Sigurðarson kom svo af varamannabekk liðsins á 68. mínútu og því voru tveir Íslendingar inn á hjá Lillestrøm þangað til Tryggvi var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir. 47 Min - TRYGGVI HRAFN HARALDSSON LEGGER PÅ TIL 3-0 PÅ ÅRÅSEN! Kommer helt alene med keeper og gjør alt rett, setter den i lengste! pic.twitter.com/tGhgmuDnqQ— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2020 Lokatölur 3-0 Lillestrøm í vil og liðið nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Tromsø. Þá á Lillestrøm leik til góða. Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Panetolikos. Fór það svo að gestirnir unnu gríðar mikilvægan 3-1 sigur. Nika Ninua skoraði annað mark PAOK þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Antonio Čolak gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurinn lyftir PAOK upp í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjum deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik. Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn PAOK. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira
Lillestrøm er komið upp í annað sæti norsku B-deildarinnar eftir 3-0 sigur á toppliði Tromsø í dag. Tryggvi Hrafn Haraldsson var meðal markaskorara. PAOK, lið Sverris Inga Ingasonar, vann mikilvægan sigur í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi og félagar hafa ekki enn tapað leik. Gott gengi Lillestrøm í norsku B-deildinni heldur áfram en liðið fékk Tromsø í heimsókn í dag. Leikurinn verður seint sagður hafa verið spennandi en Fredrik Krogstad hafði skorað tvívegis á fyrstu 14 mínútum leiksins og staðan því orðin 2-0 Lillestrøm í vil. Þannig var staðan fram að hálfleik. Tryggvi Hrafn skoraði strax í upphafi þess síðari og gerði í raun út um leik dagsins. Björn Bergmann Sigurðarson kom svo af varamannabekk liðsins á 68. mínútu og því voru tveir Íslendingar inn á hjá Lillestrøm þangað til Tryggvi var tekinn af velli þegar tíu mínútur voru eftir. 47 Min - TRYGGVI HRAFN HARALDSSON LEGGER PÅ TIL 3-0 PÅ ÅRÅSEN! Kommer helt alene med keeper og gjør alt rett, setter den i lengste! pic.twitter.com/tGhgmuDnqQ— Lillestrøm SK (@LillestromSK) November 1, 2020 Lokatölur 3-0 Lillestrøm í vil og liðið nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Tromsø. Þá á Lillestrøm leik til góða. Sverrir Ingi var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið heimsótti Panetolikos. Fór það svo að gestirnir unnu gríðar mikilvægan 3-1 sigur. Nika Ninua skoraði annað mark PAOK þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Antonio Čolak gulltryggði sigurinn með þriðja marki liðsins þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sigurinn lyftir PAOK upp í 3. sæti deildarinnar með þrjá sigra og þrjú jafntefli í fyrstu sex leikjum deildarinnar. Liðið hefur ekki enn tapað leik. Sverrir Ingi lék allan leikinn í vörn PAOK.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Fleiri fréttir United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sjá meira