SÁÁ hættir þátttöku í rekstri spilakassa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 12:57 Stjórnarformaður SÁÁ segir það ekki samræmast markmiðum samtakanna að halda úti rekstri spilakassa. Vísir/Baldur Hrafnkell Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar. Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Stjórn SÁÁ hefur samþykkt að hætta þátttöku sinni í rekstri spilakassa og hyggst slíta á tengsl sín við Íslandsspil. Einhugur var um málið innan stjórnar en SÁÁ er eigandi að Íslandsspilum auk Rauða krossins og Landsbjargar. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, stjórnarformaður SÁÁ í samtali við Vísi en DV greindi fyrst frá. Hlutur SÁÁ á næsta ári var metin á 34 milljónir króna. „Þetta lá alveg fyrir þegar þessi stjórn tók við að við myndum fara í þetta verkefni að losa okkur undan þessum hlut í Íslandsspilum sem að telur nú ekki nema um 9%. En það skiptir svo sem ekki höfuðmáli heldur er bara það að vera inni í þessu fyrirtæki kannski ekki það rétta fyrir SÁÁ,“ segir Einar í samtali við Vísi. SÁÁ veiti ráðgjöf og meðferð við spilafíkn og í ljósi þessa skjóti þátttaka samtakanna í rekstri spilakassa skökku við. Einar Hermannsson tók við sem formaður SÁÁ í sumar.Vísir/Vilhelm „Ég tel það ekki samræmast gildum SÁÁ,“ segir Einar en ný stjórn undir hans forystu tók til starfa í sumar. „Ég var með ákveðnar hugmyndir að útfærslum sem að kannski ekki allir voru sáttir við, sem að skiptir kannski ekki máli núna, en alla veganna varð niðurstaðan sú að við myndum bara losa okkur við okkar hlut og eiga þá bara gott samtal við meðeigendur okkar og Íslandsspil sjálft,“ segir Einar. Það samtal sé þegar hafið en hann kveðst eiga von á því að það muni liggja fyrir fyrir áramót hvernig útgöngu SÁÁ úr rekstrinum verði háttað. „Leyfið er háð því að við erum þrjú þarna inni, þessir þrír aðilar, þannig að núna þarf bara að skoða hvort að gera þarf einhverjar reglugerðabreytingar eða hvað þannig að þetta verði að veruleika,“ útskýrir Einar. „Formlegt ferli er hafið.“ Rekstrarlega muni þessi ákvörðun vissulega hafa afleiðingar fyrir samtökin. „Sem betur fer hafa þessar tekjur farið minnkandi,“ segir Einar. „Okkar hlutur var áætlaður 34 milljónir á næsta ári og 34 milljónir eru ekki tíndar upp úr götunni en ég hef þá trú að við munum ná þessum peningum annars staðar og ég held að þetta „goodwill“ í kringum SÁÁ verði ennþá betra og meira þegar við förum út úr þessu og þá vilji fleiri styðja við bakið á okkur,“ segir Einar.
Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira