Ósáttir við tilmæli sem bárust fimm tímum fyrir rjúpnaveiðitímabilið Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2020 10:52 Rjúpnaveiðimenn eru margir hverjir ósáttir við þessa tilmæli sóttvarnayfirvalda. Vísir/Vilhelm Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. Tilkynningin frá sóttvarnalækni og almannavarnadeildinni barst fimm klukkustundum áður en rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í henni kom fram að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta vegna rjúpnaveiði. Skotveiðifélagið Skotvís segist hafa ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir yfirvofandi rjúpnaveiðitímabil en ekki fengið slíkan fund. Tilmælin hafi borist án samtals við veiðimenn „Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum. Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu,“ segir í yfirlýsingu félagsins og ljóst að mikil óánægja er meðal skotveiðimanna um þessi tilmæli. „Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Skotvís segist hafa að eigið frumkvæði hafa sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. „Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar: Forðist samneyti við aðra Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur. Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A. Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður. Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika. Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.“ Skotveiði Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Skotvís harmar að yfirvöld skuli ekki hafa verið í nánari samvinnu við félagið fyrir komandi rjúpnaveiðitímabil. Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa hvatt rjúpnaveiðimenn til að vera heima og taka þannig þátt í baráttunni við kórónuveiruna. Tilkynningin frá sóttvarnalækni og almannavarnadeildinni barst fimm klukkustundum áður en rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í henni kom fram að það væri ekki í anda núverandi reglna að fara í ferðalög á milli landshluta vegna rjúpnaveiði. Skotveiðifélagið Skotvís segist hafa ítrekað óskað eftir fundum með yfirvöldum fyrir yfirvofandi rjúpnaveiðitímabil en ekki fengið slíkan fund. Tilmælin hafi borist án samtals við veiðimenn „Með samtali hefði t.d. verið hægt að fresta fyrstu helginni og bæta þá við annari í byrjun desember og/eða opna SV-svæðið fyrir skotveiðum. Einfaldar aðgerðir sem mótvægi en fengu ekki umræðu,“ segir í yfirlýsingu félagsins og ljóst að mikil óánægja er meðal skotveiðimanna um þessi tilmæli. „Samt er tekið fram að ALLIR eigi að halda sig heima. Það sýnist félaginu vera stefnubreyting frá því í gær. Einfaldara hefði verið að segja fólki þá að ferðast innanhúss þessa helgi og tilkynna það fyrr. það skýtur skökku við að þessum tilmælum er eingöngu beint til veiðimanna en ekki annarar útivistar þar sem fólk er í meiri nánd t.d. ferðalaga í sumarbústaði,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Skotvís segist hafa að eigið frumkvæði hafa sett í gang með nokkrum fyrirvara herferð þar sem veiðimenn eru hvattir til að huga að sóttvörnum. „Þar sem margir eru lagðir af stað eða geta ekki hætt við ferðir þá viljum við ítreka tilmæli okkar: Forðist samneyti við aðra Notið ekki þjónustu eða kaupið þjónustu Ef tveir eða fleiri eru í bíl, hugið að sóttvörnum, sprittið og verið með grímur. Veiðiferð skal vera ferð frá A til B, veiðar á veiðislóð, ferða frá B til A. Farið varlega, akið eftir aðstæðum og ekki leggja í tvísýnt veður. Við erum ÖLL í þessu saman, en það krefst samvinnu, samtals og sveigjanleika. Við skorum á veiðimenn að hlýða þeim reglum sem eru í gildi hverju sinni og skorum á stjórnvöld að taka upp beint samtal við hagsmunasamtök veiðimanna.“
Skotveiði Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39 Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Rjúpnaveiðin að hefjast og veiðimenn beðnir um að skjóta í sinni heimabyggð Rjúpnaveiðitímabilið hefst á sunnudaginn og verður það með sama sniði og í fyrra. Almannavarnir á Austurlandi biðla til skotveiðimanna að þeir skjóti í sinni heimabyggð og leggist ekki í ferðir á milli landshluta í ljósi kórónuveirufaraldursins. 28. október 2020 11:39
Ítrekar að tilmæli um landshlutaflakk gildir um rjúpnaskyttur Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnir á að tilmæli til landsmanna um að vera ekki á flakki á milli landshluta gildi enn og eigi auðvitað við um rjúpnaskyttur líka. Rjúpnaveiðitímabilið hefst 1. nóvember og stendur út mánuðinn. 29. október 2020 12:25