Blaðamannafundur í dag með ráðherrum og þríeykinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2020 09:57 Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir vegna slökunar á samkomubanni á Íslandi í Safnahúsinu fyrr á árinu. Nú stefnir í hertar aðgerðir. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin fundar nú í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað með tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, er á dagskrá. Fundurinn verður klukkan 13. Í framhaldinu verður haldinn blaðamannafundur með ráðherrum úr ríkisstjórninni og þríeykinu. Þar má reikna með að hertar aðgerðir á landinu verði kynntar. Tímasetning blaðamannafundarins liggur ekki fyrir og fer að einhverju leyti eftir því hversu langur fundur ríkisstjórnarinnar verður. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem fyrr. Í vaktinni hér að neðan verður fylgst með gangi mála varðandi Covid-19 og hertar aðgerðir á Íslandi í allan dag. Óvíst hvenær aðgerðir taka gildi Fundur ríkisstjórnarinnar í morgun hófst um níuleytið en alla jafna hefst fundurinn klukkan 9:30. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði mikilvægt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrr í vikunni að hún ætti von á að ný reglugerð tæki gildi þriðjudaginn 3. nóvember. Þá rennur út gildistími hertra reglna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra hefur sagst að mestu hafa fylgt tillögum sóttvarnalæknis hingað til og þannig gefið í skyn að sú verði raunin áfram. Herða tökin á landamærum Sóttvarnalæknir hefur meðal annars talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum,“ sagði Svandís á miðvikudag. Ríkisstjórnin fundar alla jafna á þriðjudögum og föstudögum þannig að fundurinn í dag er hefðbundinn þó hann hafi hafist fyrr en venjulega. Reikna má með að drjúgur tími fundarins fari í umræðu um hertar aðgerðir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Ríkisstjórnin fundar nú í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem minnisblað með tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, er á dagskrá. Fundurinn verður klukkan 13. Í framhaldinu verður haldinn blaðamannafundur með ráðherrum úr ríkisstjórninni og þríeykinu. Þar má reikna með að hertar aðgerðir á landinu verði kynntar. Tímasetning blaðamannafundarins liggur ekki fyrir og fer að einhverju leyti eftir því hversu langur fundur ríkisstjórnarinnar verður. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem fyrr. Í vaktinni hér að neðan verður fylgst með gangi mála varðandi Covid-19 og hertar aðgerðir á Íslandi í allan dag. Óvíst hvenær aðgerðir taka gildi Fundur ríkisstjórnarinnar í morgun hófst um níuleytið en alla jafna hefst fundurinn klukkan 9:30. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að hann hygðist leggja til hertari aðgerðir innanlands til þess sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði mikilvægt að hertar aðgerðir tækju gildi sem fyrst. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði fyrr í vikunni að hún ætti von á að ný reglugerð tæki gildi þriðjudaginn 3. nóvember. Þá rennur út gildistími hertra reglna á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra hefur sagst að mestu hafa fylgt tillögum sóttvarnalæknis hingað til og þannig gefið í skyn að sú verði raunin áfram. Herða tökin á landamærum Sóttvarnalæknir hefur meðal annars talað fyrir breytingum á landamærum. Að krefjast þess að þeir sem koma frá ákveðnum löndum fari í tvöfalda skimun og eigi ekki kost á tveggja vikna sóttkví án prófs. „Ég hef að jafnaði fallist á tillögur sóttvarnalæknis og myndi gera í því tilviki líka. En það þarf að skoða þetta með lögmætiskröfuna, þ.e. þær tillögur þurfa að byggja á gildandi lögum,“ sagði Svandís á miðvikudag. Ríkisstjórnin fundar alla jafna á þriðjudögum og föstudögum þannig að fundurinn í dag er hefðbundinn þó hann hafi hafist fyrr en venjulega. Reikna má með að drjúgur tími fundarins fari í umræðu um hertar aðgerðir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira