Ætla byrja nýja NBA tímabilið fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 07:30 LeBron James gæti tekið sér lengra frí og sleppt fyrstu leikjum Los Angeles Lakers á nýju tímabili. Getty/Mike Ehrmann NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020 NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira