Reiða skjaldbakan Terry á fyndnustu dýralífsmynd ársins Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2020 10:02 Skjaldbakan Terry var á fyndnustu dýralífsmynd ársins. Comedy Wildlife Photography Awards Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards
Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira