Reiða skjaldbakan Terry á fyndnustu dýralífsmynd ársins Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2020 10:02 Skjaldbakan Terry var á fyndnustu dýralífsmynd ársins. Comedy Wildlife Photography Awards Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Fyndnasta dýralífsmynd ársins er af dónalegri skjaldböku sem kallast Terry. Myndin var tekin undan ströndum Lady Ellioteyju í Ástralíu og virðist Terry verulega ósáttur við að mynd hafi verið tekin af honum. Í rauninni er Terry þó bara að synda og ekki senda ljósmyndaranum Mark Fitzpatrick, fingurinn, eða tánna, eftir því hvernig á það er litið. Úrslit hinna árlegu Comedy Wildlife Photography Awards voru tilkynnt í gær. Þeim er ætlað að létta lund fólks en á sama tíma boða mikilvægi þess að vernda dýralíf í heiminum. Alls bárust sjö þúsund myndir í keppnina að þessu sinni en þær voru fjögur þúsund í fyrra. Fitzpatrick segist vonast til þess að myndin af Terry getur hjálpað fólki að hlæja á þessu erfiða ári og ýta undir dýravernd. Comedy Wildlife Photography Awards eru haldin af sömu aðilum og halda Mars Petcare Comedy Pet Photography Awards en henni er ætlað að vekja athygli á heimilislausum gæludýrum í Bretlandi. Hér að neðan má sjá mynd FItzpatrick og aðrar myndir sem unnu til verðlauna þetta árið. Skjaldbakan Terry virtist reiður yfir því að mynd væri tekin af honum.Mark Fitzpatrick/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd af fílaselum ber heitið „Ég þurfti að vinna frameftir“.Luis Burgueño/Comedy Wildlife Photography Awards Thomas Vijayan tók þessa kostulegu mynd af ungum apa leika sér í Indlandi.Thomas Vijayan/Comedy Wildlife Photography Awards Sæljón í jóga.Sue Hollis/Comedy Wildlife Photography Awards Þessar myndir bera heitið „banvænt prump“ og segir nafnið nóg.Daisy Gilardini/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd heitir O sole mio og var tekin í Ungverjalandi.Krànitz Roland/Comedy Wildlife Photography Awards Ungur refur virðist eiga í viðræðum við mat sinn.Ayala Fishaimer/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi mynd var tekin í Indlandi og sýnir mögulega meðlimi alræmds hjólagengis. Kannski ekki.Yevhen Samuchenko/Comedy Wildlife Photography Awards Páfuglar virðast einnig stunda félagsforðun.Petr Sochman/Comedy Wildlife Photography Awards Reglur eru til þess að brjóta þær.Sally Lloyd Jones/Comedy Wildlife Photography Awards Ungt ljón læðist aftan að bróður sínum.Olin Rogers/Comedy Wildlife Photography Awards Lundi virðist neita að deila mat með vini sínum.Krisztina Scheeff/Comedy Wildlife Photography Awards Þessi drekafluga virtist óttast það að verið væri að taka myndir af henni.Tim Hearn/Comedy Wildlife Photography Awards Ég er glaðasti, glaðasti, glaðasti fiskur í heimi.Arthur Telle/Comedy Wildlife Photography Awards Hér eru sem fæst orð best.Megan Lorenz/Comedy Wildlife Photography Awards
Dýr Grín og gaman Ljósmyndun Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira